Raunverulegt lýðræði mun frelsa þjóðina.

Það er mín bjargfasta skoðun að því meira sem vald sem hægt er að færa í hendur þjóðarinnar um ákvarðanir allar, því betra.

Goggunarkerfi gamla flokkakerfisins og alls konar metorðapot, manna í stjórnmálum tekur of mikinn tíma frá málefnalegri umræðu á þingi og utan þess.

Annaðhvort foryngjadýrkun ellegar skortur á því að taka nauðsynlegar ákvarðanir  hefur einkennt stjórnmálasviðið nokkuð lengi hér á landi.

Þunglamalegt og seinvirkt kerfisskipulag flokkanna þar sem miðstjórnarvald, drottnar og dýrkar yrði úr sögunni með beinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku um mál.

Kjörnir fulltrúar til þings myndu gjöra svo vel að bera ákvarðanir undir þjóðina, og flokkarnir gætu hætt því að sjóða saman fallega loforðasúpu fyrir kosningar.

Lýðræðishreyfingin stendur fyrir heilbrigðri og eðlilegri þróun lýðræðis í landinu, öllum til hagsbóta.

 

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Svo er bara að vona að fólki berist vitneskjan um hvað beint lýðræði og persónukjör hefur mikla þýðingu fyrir almenning.

Valdið til Fólksins.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.4.2009 kl. 12:24

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mikið rétt Þorsteinn og við skulum sjá til þess saman.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2009 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband