Stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar.
Laugardagur, 11. apríl 2009
1. Beint og milliliðalaust lýðræði:
Tillögur.
Allir Íslenskir ríkisborgarar geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umföllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum.
Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði.
Tilbúin frumörp lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1.maí og 1.des ár hvert.
Hraðbankakerfið (sem nú er eign ríkisins) verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing.
Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög sem gilda fram að næsta þjóðþingi.
Þingmenn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis.
2. Tillaga að breytingum á Alþingi og ríkisstjórn:
Þingmönnum fækkað í 31.
Landið verði eitt kjördæmi.
Þingmenn verði valdir í persónukosningum.
Alþingi velur ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjörinn umboðsmmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virku lýðræði, skipar síðan ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er.
Ráðherrar sitji ekki á Alþingi.
Ráðning dómara og æðstu embættismanna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis.
Ofangreint eru tillögur sem fjallað er um og þarf að samþykkja með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu eins og hér er lýst.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Er það rétt, að allir frambjóðendur fá jólsaveinabúning til þess að vera í við hátíðleg tilefni.
Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 15:42
Sæll Sigurður.
Nei Lýðræðishreyfingin mun ekki koma af fjöllum eins og gömlu flokkarnir hafa gert árum saman.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.4.2009 kl. 15:53
Sæl, ég er nokkuð ánægð með stefnumál ykkar og vonandi komi þið henni vel á framfæri við þjóðina. Nú þarf Lýðræðishreyfingin að útnefna formann og þú ert besti kosturinn í það. Með þig sem formann mun ykkur örugglega ganga vel.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 11.4.2009 kl. 19:05
Styð tillögu Ásgerðar og ekki væri hún sjálf slæm sem varaformaður
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.4.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.