Munu verkalýðsfélögin upplýsa um styrki til stjórnmálaflokka ?

Það verður mjög fróðlegt að sjá hvort umræðan um styrki til stjórnmálaflokka muni verða til þess að koma ÖLLU upp á borðið sem ágætt er að hafa þar meðferðis.

Sú er þetta ritar hefur lengi gagnrýnt samkrull verkalýðshreyfingarinnar við vinstri flokka í landinu, og tel að verkalýðshreyfingin eigi ekki að koma nálægt pólítík enda tilgangur félaganna sá einn að vernda hagsmuni félagsmanna, hvar í flokkum sem þeir standa.

Verkalýðsfélögin skipa í stjórnir lifeyrssjóða og lífeyrissjóðir hafa fjárfest í atvinnulífinu sem að virðist hefur aftur tekið þátt í þvi að styrkja stjórnmálastarfssemi.

Hvaða styrki er þar um að ræða og hvert fóru þeir ?

Hvort er það iðgjaldið í lífeyrissjóðinn eða félagsgjaldið í verkalýðsfélagið sem notað og nýtt er í slíkar styrkveitingar ?

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála, stéttafélagsleiðtogar eru sumir á ofurlaunum þegar búið er að leggja saman launin hjá hinum ýmsu stjórnum og ráðum, auk þess sem ég dreg í efa að vilji félagsmanna sé fyrir ýmsum þeirra gerðum.

Stéttarfélög eiga ekki að mismuna félagsmönnum eftir stjórnmálaskoðunum, né er almennt lýðandi að einstaka menn noti félöginn til að lyfta sér til pólitískra valda.

Það er lítið lýðræðið þegar til dæmis forseti ASÍ treður sér til valda innan samfylkingarinnar vegna ímyndar ASÍ og ferðast um landið á kostnað ASÍ til að kynna sig og sýna persónu í aðdragandanum.

Eru allir félagsmenn ASÍ í samfylkingunni, eða er þetta bara enn eitt dæmið um að persónulegur metnaður sé settur ofar öllu öðru?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.4.2009 kl. 06:30

2 identicon

Sæl Guðrún.

Mér finnst óhugnaleg þessi þögn í kring um öll stærri Verkalýðsfélögin.   Nú á fólk að spyrja spurninga og krefjast svara, sem skifta aðildarfólkið máli.

 Jú. þetta eru þeirra samtök um réttindi þeirra lífsafkomu og þar fram eftir götunum. 

Við vitum að yfirstjórnendur VERKALÝÐSFÉLAGA eru á aðeins HÆRRI launum en sá sem krýpur niður í skurði og mokar upp skítnum....

EN HVAÐ MIKIÐ, og hvernig eru þeir peningar tilkomnir,risnur,sposslur og utanlandsferðir og fl, og fl. ?

 Ef ekki nú,  hvenær þá ?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband