Klíkustjórnmál og þróun lýðræðis í einu landi.
Föstudagur, 10. apríl 2009
Var í umræðuþætti í gær í Kraganum, fyrir Lýðræðishreyfinguna, þar sem gerð var tilraun til þess að ræða " klíkustjórnmál " hér á landi og þar kom fram spurning úr sal til nýkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins, um stuðning við hagsmunaaðila núverandi kerfis í sjávarútvegi.
Sú hin sama spurning fékk ekkert svar þar, en ég tel hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að flokkar sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga upplýsi um alla aðkomu sína að sjávarútvegi hvers eðlis sem er.
Hafa einstakir menn eða fleiri en einn innan flokka af því hagsmuni að vernda einhverja eina stefnu í sem til staðar er málaflokknum ?
Hvar er aðhaldið að slíku ?
Kemur það frá almenningi í landinu og þá hvernig ?
Gamla fimmflokkakerfið er staðnað frá þeim smæsta upp í þann stærsta, þar sem lýðræði er álíka línudansleik þjónkunnar við sama fyrirkomulag og verið hefur þar sem vald almennings í landinu er í lágmarki.
Hinir stærstu á fjármálalegan mælikvarða virðast hafa æ ofan í æ , þing eftir þing, hafa fengið áheyrn sinna sjónarmiða hvarvetna, einungis ef þeir hinir sömu velta nógu miklum fjármunum milli handa.
Siðgæðishnignun eins samfélags sem teymt hefur verið að altari efnishyggjunnar eingöngu án þess að eygja sýn á annað, er staðreynd því miður.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.