Það þarf að gangsetja hjól atvinnulífsins, að nýju, og skera niður hjá hinu opinbera.

Það eina sem byggir upp eitt þjóðfélag er það atriði að skapa atvinnu.

Við eigum margar leiðir Íslendingar en til þess þarf að breyta út úr stöðnuðum kerfum sem maðurinn hefur búið til, og komið hefur þjóðinni í ógöngur.

Kerfin þarf að endurskoða í þágu þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða landbúnað, og gefa einstaklingum frelsi til athafna í smærri einingum um allt land.

Sama máli gegnir um kerfi hins opinbera sem þanist hefur út á undanförnum árum og sannarlega má endurskoða, með þvi að sameina hlutverk hinna ýmsu stofnanna.

Varnarmálastofnun og Lýðheilsustöð eru tvö dæmi um verkefni úr sitt hvoru ráðuneyti stjórnkerfa okkar þar sem hið fyrra var afrek Samfylkingarinnar og hið síðara Framsóknarflokksins.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband