Persónukjörið snýst um vilja almennings og áhrif á ákvarðanatöku.

Að fá að velja í kjörklefanum hvaða fulltrúa hver og einn treystir best til starfa á Alþingi, sem fulltrúa fólksins, er eðlilegt lýðræði.

Hvorki prófkjör né uppröðun eða forval á lista flokkanna uppfylla þá hina sömu aðkomu kjósandans um beint val á persónum til starfa á Alþingi.

Prófkjör eru því miður eyðsla og sóun fjármuna hvað varðar auglýsingar millum manna, sem sýnilega hefur farið í ógöngur hjá okkur Íslendingum eins og margt annað.

Uppröðun á lista ellegar forval, hefur oftar en ekki þýtt sömu menn á sama stað kosningar eftir kosningar án mikillar endurnýjunar.

Það atriði að gefa almenningi kost á því að velja í kjörklefanum skiptir  öllu máli.

Með notkun tækninnar geta kjörnir þingmenn verið í beinu sambandi við almenning í landinu varðandi ákvarðanatöku um mál eins samfélags, þannig að vilji almennings geti verið þingi ljós, hverju sinni um hvað sem er.

Vægi fjölda atkvæða, varðandi hin ýmsu mál, er eitthvað sem hinir kjörnu fulltrúar verða að taka mið af, og þingmaðurinn því sjálfkrafa fulltrúi fólksins sem fólkið getur haft áhrif á samtímis og hvert samfélagsmál kemur til umræðu.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sæl Guðrún María,  ég sá að þú ert gengið úr Frjálslyndum, það væri nú virkilega gott fyrir Framsóknarflokkinn ef þú myndir ganga til liðs við okkur! Við þurfum á góðu fólki eins og þér að halda. Vertu velkomin í kosningamiðstöð okkar í Borgartúni 28. Þar er alltaf kaffi á könnunni.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.4.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Salvör.

Þakka þér góð orð í minn garð, og það skal vel viðurkennt að eftir að nýkjörinn formaður þíns flokks tók við hefur orðið til breyting ímyndar flokksins, sem ég vona að verði þeim hinum sama til góða.

Ég ákvað hins vegar að ganga til liðs við fólk sem ég þekki mjög vel og varð til þess að ég hóf þáttöku í stjórnmálum formlega á sínum tíma þar sem ég var einn stofnenda hóps um lýðræðisumbætur í samfélaginu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2009 kl. 02:20

3 identicon

Guðrún ef þú vilt ná einhverju fram og hafa áhrif á þetta samfélag, þá eru það mikil mistök að ganga til liðs við Ástþór Magnússon. Það tekur enginn mark á þeim manni og því sem hann stendur fyrir.

Þú hefur ýmsa góða hæfileika sem þú sóar bara í þessum félagsskap.

Kveðja Elli.

Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:24

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er leitt að fólk sé svo blindað af andúð á einum einstakling, að málstaðurinn geldur fyrir þó hann sé okkur öllum eldri.

En við munum ná í gegn og þú stendur þig frábærlega.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.4.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband