Að virða lýðræðið.
Mánudagur, 6. apríl 2009
Rétt eins og menn vilja viðhafa lýðræði og kenna sig við það, þá verða þeir hinir sömu jafnframt að una því hinu sama lýðræði og auka vegu þess í stað þess að hamla þar þróun mála.
Frá árinu 2003, hefi ég tekið þátt í virku starfi innan eins stjórnmálaflokks, og þá með þáttöku í framboði, þar sem fylgi þess flokks tvöfaldaðist og viðkomandi flokkur fékk þingmann í mínu kjördæmi.
Hvað gerðist í kjölfarið ? Jú þrátt fyrir ýmsar tilraunir og mikinn vilja þeirra hinna sömu í því kjördæmi til þess að efla starf og auka var það flokkurinn sjáflur sem sló á allar slíkar hugmyndir og þingmaðurinn sem kjördæmið fékk kjörinn yfirgaf flokkinn að lokum.
Sama gerðist í sama flokki eftir kosningar 2007, þá komu nýjir menn á þing fyrir flokk þennan,í Reykjavík en hver voru viðbrögðin þegar tilraunir voru gerðar til þess að efla starf og auka ?
Það mátti ekki og fullt af bökurum voru hengdir fyrir smiði allra handa vandræða innan flokks þar sem aðalvandamálið virtist vera það að flokkurinn vildi ekki stækka sjálfan sig og auka áhrif sín, einu sinni enn, því eins og áður sagði var það atriði sem ég áður hafði upplifað þar á bæ. Flokkurinn missti þingmanninn frá sér.
Virðing fyrir leikreglum lýðræðis, sem og lokað baktjaldamakk ákvarðanatöku örfárra um það atriði að tryggja eigin stöðu innan flokksins, með alls konar aðferðum þar sem mannvirðing fer fyrir lítið er ástæða þess að ég sagði skilið við þennan stjórnmálaflokk, sem ég hefi gefið ríkulega af kröftum mínum hálfan áratug.
Einn flokkur sem þiggur fjármuni af almannafé getur ekki nokkurn tíma gefið sig út fyrir mannréttindabaráttu þegar lýðræðislegar leikreglur eru lítilsvirtar, hvað varðar aðkomu flokksmanna að fundum og starfi hvers konar, þar sem sömu menn standa að því að skipa sjálfa sig á framboðslista til Alþingis ellegar þola ekki mótframboð í forystusveit eins flokks.
Upphafleg aðkoma mín að íslenskri pólítik,hafandi staðið utan flokka alltaf, var stofnun Lýðræðishreyfingar á sínum tíma sem nú býður fram undir listabókstafnum P lista Lýðræðishreyfingarinnar, þar sem skrefið framávið hvað varðar beint lýðræði er tekið til fulls, og aðkoma almennings að ákvarðanatöku um eigin mál, er til staðar.
Guðrún María Óskarsdóttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég óska þér til hamingju að vera laus úr þessum öfgaflokki "Frjálslyndra". Batnandi manni er best að lifa.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 00:52
Þakka þér fyrir og velkominn í Lýðræðishreyfinguna.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.4.2009 kl. 01:27
Gott að hafa frambærilegt fólk í boði sem er óháð flokksvaldi.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.4.2009 kl. 06:26
Sæl vertu Guðrún! Ég hef verið að vellta þessarri lýðræðishreyfingu soldið fyrir mér og á erfitt með að henda almennilega reyður á hverjir eru í henni. Það virðist á mér eins og Ástþór sé þarna einn. Eru einhverjir aðrir með ykkur í þessu?
Héðinn Björnsson, 6.4.2009 kl. 09:46
Það var misskilningur í sambandi við skrif mín inn á frétt í sambandi við brottför G.M.Ó úr Frálslynda flokknum.
Það sem ég átti við að nú væri vonandi allt ósætti "illgresi" liðið undir lok innan flokksins "í garðinum"
Ég þekki G.M.Ó ekki neitt og veit ekkert um hennar persónu svo að mér hefði aldrei dottið í hug að meina þetta til hennar persónulega.
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir, 6.4.2009 kl. 11:36
Svona fór um sjóðferð þá Guðrún mín. Ekki er ég nú alveg sátt við þitt brotthvarf úr okkar góða flokki. Held hreinlega að vírus hafi verið í gangi innan okkar raða, en við erum frjáls og veljum okkar stefnu og markmið. Held og hef þá trú að þín stefna eigi en eins og ávalt heima hjá Frjálslynda flokknum. Við áttum og tókum þátt í þeirri stefnu og ég veit að hún er og verður þér hugleikin. Kær kveðja sé þig og heyri í þér.
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 6.4.2009 kl. 21:35
Heil og sæl; Guðrún mín !
Um leið; og ég vildi byrja á, að óska þér til hamingju, með afmælis dag gengins föður þíns, á dögunum, sem öll okkar samskipti, á liðnum árum, vil ég ítreka, að spjallvinátta okkar heldur; fyrir mér, áfram að verða hin ánægjulegasta.
Og; hvergi mun ég af draga; þó svo leiðir hafi skilið, með þér og sjóhundasveit þeirra Guðjóns Arnars. Þar er ykkar; um að véla, alfarið, án utanaðkomandi afskipta, eða hnökra.
Megi þér; vel farnast, á nýjum sviðum, í þinu daglega lífi.
Með kærum kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:57
Takk Þorsteinn Valur.
Ólafía!
viltu ekki bara svara inn á þína eigin bloggsíðu, þar sem þessi þín skirf fóru fram, ekki hvað síst þar sem þú hefur nýlega fjargviðrðast yfir athugasemdum þar af minni hálfu.
Já Hanna Birna einmitt, varst það ekki þú sem hringdir í mig til að skammast yfir framboði mínu til formanns, eða var það einhver annar ? Óska þér alls góðs.
Kærar þakkir minn kæri Óskar Helgi.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.4.2009 kl. 01:25
Það er skrýtið að sjá það frá þér að símtal okkar flokkar þú sem skammir. Ég lít alls ekki svo á, var aðeins að láta þig vita að ég kæmi ekki til með að styðja þig til formanns ég taldi það heiðarlegt, alveg eins og þegar ég sagði þér að þú fengir minn stuðning til ritara á sínum tíma.Kv
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 7.4.2009 kl. 11:01
Sæl Guðrún María.
Að sjálfsögðu óska ég þér alls hins besta, hvar í flokki sem þú setur þig, en að sjálfsögðu hefði ég miklu frekar óskað mér þess að þú starfaðir áfram með okkur.
Það að þú skulir núna hlaupa yfir í annan flokk rétt fyrir kosningar, að maður tali nú ekki um þann orðróm um að þú sért hugsanlega að fara í framboð fyrir annan flokk, minnir óneitanlega mikið á brotthvarf Margrétar Sverrisdóttir úr Frjálslynda flokknum og eins og þú veist, Guðrún María, flokk sem að er enn meira dauðadæmdur en Íslandshreyfingin var á sínum tíma og mun í besta falli fyrst og fremst skaða minnstu flokkana eins og t.d. Frjálslynda flokkinn og um leið skaða þau málefni sem við höfum verið að berjast fyrir sl. áratug. Þetta sýnir að mínu mati mikið dómgreindarleysi og þykir mér það mjög dapurt, enda eins og þú veist Guðrún María, þá hef ég alltaf haft mikið álit á þér og þínum skrifum, en ég virði þó þína ákvörðun og óska þér alls hins besta.
Georg Eiður Arnarson, situr í 2 sæti Frjálslynda flokksins í suðurkjördæmi.
Georg Eiður Arnarson, 7.4.2009 kl. 15:16
Sæll Georg.
Frá mínum sjónarhóli séð er nærtækara að orða það þannig, að Frjálslyndi flokkurinn hafi " ýtt mér út " í stað þess að ég hafi " hlaupið " frá honum .
Ég býst ekki við því að þú sjálfur vildir hafa verið tilkynntur opinberlega í framboð en síðan færður af lista, án þess að það væri haft fyrir því að tilkynna það öðrum en þér í þrjár vikur.
Suðurkjördæmi var í lófa lagið að tilkynna ákvörðun sína um breytingar um leið og hún var tekin, en það var ekki gert.
Þar veldur hver á heldur.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2009 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.