Framþróun landbúnaðar og sjávarútvegs hér á landi.

Áhersla á stærðarhagkvæmni eingöngu er hluti af því hagkerfi sem hrundi til grunna hér á landi síðastliðið haust og skipulag mála í landbúnaði og sjávarútvegi þar sem kerfin bæði tvö hafa verið sniðin að formúlum stærðarhagkvæmni eininga, er á kostnað aðkomu fjölda manns að atvinnu sem og nýliðun í atvinnugreinunum.

Stjórnvöldum hefði nefnilega verið í lófa lagið að búa til kerfi sem innihéldi það atriði að matvælaframleiðsla í landinu gæti verið þess umkomin að uppfylla stranga gæðastaðla um umhverfisvitundarvottun framleiðslu með því móti að skipta kerfum í tvo hluta.

Annars vegar umhverfisvænar veiðar með gæðavottun og flokkun fiskjar eftir veiðiaðferðum, í sjávarútvegi samhliða kerfinu sem í notkun hefur verið og byggist á stærðarhagkvæmni eingöngu burtséð frá aðferðafræðinni.

Hins vegar í landbúnaði, með framleiðsluháttum sem inniheldur ströngustu kröfur vottunar um lífræna framleiðsu matvæla samhliða ákveðnu magni af verksmiðjuframleiðslu núverandi kerfis sem inniheldur aðeins stórar einingar.

Með þvi móti að skipta atvinnuvegakerfunum gömlu í tvennt með sitt hvorum markmiðum, þar sem verðmæt framleiðsla gæðaafurða er fyrir hendi ásamt núverandi verksmiðjuframleiðslu, er hægt að færa magn verkefna á milli varðandi markaði afurða og möguleika til verðmætasköpunar hverju sinni, einu þjóðfélagi til hagsbóta til framtíðar.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband