Frelsi - jafnrétti - bræðralag.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.

Það hefur mér oft orðið tíðrætt um undanfarinn áratug eða svo, ekki hvað síst í sambandi við skipan mála í meintu markaðsþjóðfélagi okkar Íslendinga. Þar hefur Hrunadansinum nú lokið því engin fundust mörk frelsisins, og finnast ef til vill ekki enn.

Jafnrétti í íslensku þjóðfélagi er vinsælt orð á blaði en erfiðara að koma í framkvæmd í raun því alltaf skal okkur takast að áskapa misrétti, þar sem sumir eru jafnari en aðrir vegna einhvers konar hugmynda mannsins um sértækar úrlausnir, öðru nafni handapatalausnapokinn, ellegar þá að lög seú sniðin að hagsmunum örfárra á kostnað fjöldans.

Bræðralag er eitthvað sem maður vill ætta við kærleikann sem aftur tengist virðingu, en þar er heldur ekki því að heilsa að menn uni náunga sínum framgöngu án þess að öfundin sé alla jafna einnig fylgifiskur, sem aftur eyðileggur bræðralagið einhvern veginn.

Þar víla menn ekki að höggva mann og annan líkt og var forðum daga, á altari sjálfsupphafningar með hverju því móti sem verða má, hverju sinni.

Afrek og eftirtekja er því eins og amen á eftir efninu.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband