Umræðuþættir um þjóðmál, hvernig geta þeir verið ?

Var að horfa á Siflur Egils, vikulegan þátt um þjóðmál, þar sem oftar en ekki eru sömu viðmælendur aftur og aftur með stuttu millibili, og erfitt að finna eitthvert viðmið sem farið er eftir í vali á viðmælendum.

Ef til vill er það val í hendi Egils sjálfs, veit ekki.

Finnst hins vegar skorta nokkuð á víðsýni um viðfangsefni þau sem við er að fást og má sannarlega ræða.

Væri ekki hægt að afmarka umræðuefni slíkra viðtalsþátta við einstök málasvið samfélagsins, hverju sinni, til upplýsingar fyrir almenning í landinu ?

Ég hef reyndar kvartað yfir því lengi að ljósvakamiðlar gefa umræðu um þjóðmál allsendis ekki nægilega mikið vægi og sannarlega þarf þar að gefa kjörnum fulltrúum þjóðar á þingi sem og nýjum framboðum fyrir kosningar jafnréttisgrundvöll aðkomu í því sambandi.

Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í nútíma samfélagi og fréttaflutningur af þeim málum sem til dæmis Alþingi fjallar um er í algjörri mýflugumynd að mínu viti.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband