Kerfi atvinnuvega sjávarútvegs og landbúnaðar eru barn síns tíma.

Atvinnuvegir sem hamla gegn nýlíðun eins og kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar hér á landi gera, er einfaldlega kerfi sem eru ónýt og hvoru tveggja þarf og verður að breyta, ef einhvern vilja er að finna til þess að byggja upp atvinnusköpun í landinu.

Í upphafi gátu menn í raun séð það fyrir, og öll sú hin þjóðhagslega verðmætasóun sem kerfi þessi hafa orsakað verður að skrifast á nær algjört andvaraleysi sitjandi ráðamanna í landinu hverju sinni.

Frelsi einstaklingsins er fótum troðið hvað varðar aðkomu að báðum þessum atvinnugreinum sem komið hafa þjóð okkar til bjargálna gegnum aldirnar.

Margendurtekin þáttaka skattgreiðenda við uppbyggingu grunnþjónustuþátta vegna atvinnuháttabreytinga og fólksflótta af landsbyggð á höfuðborgarsvæði vegna skipulags kerfanna, er eitthvað sem menn verða að gjöra svo vel að fara að endurmeta hið fyrsta.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband