Hvað ætla menn að gera til að byggja nýtt Ísland úr rústum þess gamla ?

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með háværri byltingu þeirra sem ekki sögðu orð meðan græðgisvæðingin lék lausum hala, þótt sýnilegt mætti vera í raun að eitt þjóðfélag sem þóttist hafa efni á því að greiða einum manni 65 milljónir á mánuði, væri skrítið þjóðfélag, með þrjú hundruð þúsund manns að höfðatölu.

Þjóðinni var talin trú um það með tilstyrk fjölmiðla að allt væri hér í ágætis velsæmi á öllum sviðum og allt á uppleið öllum stundum, þangað til allt hrundi til grunna.

Eftir hrunið tóku fjölmiðlar til við að týna sérfræðinga á sérfræðinga ofan um hvað fór úrskeiðis, en enginn fjölmiðill leit í eigin barm, enda sjaldnast hægt að kvarta mikið yfir fjölmiðlum nema seint og um síðir.

Mestu fjárumsýsluna mátti alls ekki gagnrýna og alls ekki mátti koma böndum á eignarhald fjölmiðla, í einu þjóðfélagi, sem þó hefði strax orðið til þess að breyta nokkru um í málum.

Ég er ein af þeim sem varði tilvist þess að lög um eignarhald á fjölmiðla liti dagsins ljós og var þar sammála fyrrum forsætisráðherra í því efni, en þungi áróðurs gegn því hinu sama, varð til þess að forseti lýðveldisins ákvað að blanda sér í mál þetta, að mínu viti algjörlega að ósekju.

Hvaða heil brú var í því að stærsta fyrirtæki á matvörumarkaði væri jafnframt með eignarhald á stórum hluta fjölmiðlaumhverfis, í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi  þá ?

Að mínu viti engin svo fremi menn vildu skapa heilbrigðar aðstæður samkeppni í einu þjóðfélagi.

Málið var hins vegar matreitt af fjölmiðlum sem aðför að tjáningafrelsinu eins kjánalegt og það nú er og margir þingmenn féllu í þann pytt að taka undir það hið sama.

Heilbrigð samkeppni þarf lög og reglur sem ramma því innan ramma frelsis fá menn notið þess.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband