Landbúnaður og sjávarútvegur fyrrum aðalatvinnugreinar einnar þjóðar.

Hefði einhverjum dottið í hug að maðurinn gæti fundið upp kerfi framleiðslukvóta sem illa eða ekki þjónar markmiðum um þjóðarhag í fyrrum aðalatvinnugreinum okkar Íslendinga ?

Hvoru tveggja kvótar í fiskveiðum og mjólkurframleiðslu hafa allsendis ekki þjónað þeim upphaflegu markmiðum sem lagt var af stað með síður en svo og orsakað allt of miklar fjárfestingar í báðum atvinnugreinum, svo ekki sé minnst á það stóra atriði að skipulagið útrýmir nýlíðun.

Í stað þess að reyna að eygja sýn á annmarka aðferðafræðinnar hafa menn haldið áfram villu vegar, með tilheyrandi þjóðhagslegri verðmætasóun, hugmyndafræði stærri færri eininga að leiðarljósi.

Þegar fyrsti handhafi alfaheimilda seldi sig út úr kvótakerfi sjávarútvegs átti hið háa Alþingi að vakna af Þyrnirósarsvefni, en það gerðist ekki og því er vort samfélag eins og það er í dag , rjúkandi rústir fjármálabrasks, þar sem það er eins víst og að sólin kemur upp á morgun að margur verður af aurum api.

Að horfa á sveitina mína á Suðurlandi, þar sem grænkar fyrst á vorin, illa eða ekki nýtta til landbúnaðar er undarlegt, sveit þar sem ræktað land er til staðar og tækifæri til lífsbjargar fyrir hendi.

Fóksfækkun á landsbyggðinni og endurbygging íbúaðarhúsnæðis á Suðvesturhorninu var fyrirfram sýnilegt vandamál, og einungis reikningsdæmi fyrir þá sem vilja af vita, með viðvarandi stefnu í atvinnuvegunum gömlu.

Vakna þarf til vitundar um það sem stendur og standa mun til framtíðar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

algjörlega sammála þér þarna, sem fyrrverandi sjómaður mun ég halda áfram að taka slátur og þætti bara vænt um að ég gæti verslað beint við bóndann án þess að vera álitin glæpamaður...

zappa (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband