Ríkisreksturinn og skattkerfið.

Hvað er eðlilegt við það að á sama tíma og launum hefur í raun verið haldið niðri hér á landi að hið opinbera þenjist út og ríkið sé með umsvif að virðist næstum í samkeppni við hinn frjálsa markað sem menn þóttust vilja viðhafa ?

Hinn almenni Íslendingur var gerður að þræl á skattagaleiðu stjórnvalda þar sem umsvif hins opinbera minnkuðu nákvæmlega ekki neitt við tilraunir til umbreytinga í átt að frjálsu markaðskerfi, sem aftur segir all mikið um hve innvinkluð forsjárhyggjan er hér á landi, vinstra og hægra megin við miðju.

Tónlistarhúsið er eitt dæmi um forsjárhyggju þar sem vinstri og hægri forssjárhyggjan hafa rekist upp á sama skerið í raun í málamyndasýndarmennsku vitundar um menningu í landinu.

Vantar okkur tónlistarhús meðan ekki er hægt að kosta skólamáltíðir í skólum ellegar tannlækningar að fullu fyrir börn ?

Vantar okkur jarðgöng meðan atvinnustefnan gerir það að verkum að fólkið flyst burt af landsbyggðinni vegna atvinnuleysis ?

Vantar okkur kanski stefnu í atvinnuvegum einnar þjóðar með tilliti til þjóðahagsmuna þar sem skattkerfið og skipulag þess skiptir máli ?

Gæti verið.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Hefði vilja sjá þig á Landsþinginu.kv.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Búkollabaular.

Jæja Hanna Birna, einmitt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband