Loksins, loksins, er farið að ræða skipan mála hjá verkalýðshreyfingu þessa lands.
Miðvikudagur, 18. mars 2009
ER það eitthvað eðlilegt að formenn verkalýðsfélaga séu með margfalt hærri laun en verkamaðurinn sem þeir semja fyrir sem forystumenn í samningum ?
Guðmundur jaki, heitinn varaði við hagfræðingastóðinu ef ég man rétt og það skyldi þó aldrei að hafi verið orð í tíma töluð á þeim tíma.
Alls konar kostnaði hefur verið hlaðið inn í skipan verkalýðsmála, og nægir þar að nefna yfirstjórnunarapparatið ASÍ, sem regnhlifarbandalag fyrir verkalýðsfélög í landinu og BSRB í opinbera geiranum.
Gæti verið að það kostaði eitthvað að reka slíkt apparat og hver skyldi borga kostnaðinn nema launþeginn á lúsarlaunum á vinnumarkaði ?
Félagsgjald til verkalýðsfélaga og iðgjald í lífeyrissjóð er lögbundið en sama lagaapparat leyfir það enn að stjórnir verkalýðsfélaga skipi að sjálfdæmi í stjórnir lífeyrissjóða, án aðkomu launamannsins að slíku.
Því til viðbótar hafa atvinnurekendur einnig komist í stjórnir sjóða þessara eins fáránlegt og það nú er. Þetta skipulag hafa vinstri menn hér á landi varið í áraraðir en verður að telja afdalafyrirkomulag lýðræðisleysis fram í fingurgóma.
Lífeyrissjóðirnir voru nýttir til þess að fjárfesta á hinum nýstofnaða hlutabréfamarkaði hér á landi á sínum tíma og í hverju ?
Jú óveiddum fiski úr sjó, með öllum þeim mögulegu og ómögulegu óvissuþáttum sem slíkt innihélt eðli máls samkvæmt.
ALDREI skyldi lögboðin innheimta af launamönnum notuð og nýtt í fjárfestingu óvissuþátta hvers konar, á fjárfestingabraskmarkaði, ALDREI.
Það er skömm og hneisa stjórnmálamanna að hafa ekki fest fingur á þessu máli, fyrir löngu síðan.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.