Framfarir eða stöðnun.

Ein besta kynning á frambjóðendum flokkanna hefur farið fram á Útvarpi Sögu, þar sem tími er gefin í viðtöl við viðkomandi. Þessi viðtöl eru nefnilega í senn fræðandi og segja meira en blikkandi auglýsingar hér og þar.

Tveir nýjir aðilar á þessu sviði sem gefið hafa kost á sér í stjórnmálin úr sitt hverjum flokki ræddu um mál sem mér hefur löngum verið hugleikið sem er það að við Íslendingar þróum okkur til fullvinnslu í stað hrávinnslu á þeim sviðum sem okkur er mögulegt.

Við getum gert meira en við höfum gert hér á landi til þess að stíga skref sjálfbærni, við höfum nefnilega þekkingu en skapa þarf skilyrðin og stíga skrefin af stað, fet fyrir fet.

Fullvinnsla á fiski innanlands ætti fyrir löngu að hafa litið dagsins ljós og með ólíkindum að við skulum flytja út svo mikið magn til vinnslu annars staðar.´

Hér er spurningin um það hvernig skilyrði eru til staðar af hálfu þeirra sem veljast til ákvarðanatöku um slíkt  stjórnvöldum á hverjum tíma og þar þarf viljinn að vera skýr og vinna í gangi til þess arna.

Því hefur ekki verið til dreifa, því miður en vonandi vaknar slíkur vilji.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband