Frjálslyndi flokkurinn, nútíð og framtíð.
Laugardagur, 14. mars 2009
Endurnýjun á sviði stjórnmálanna undanskilur ekki Frjálslynda flokkinn að mínu viti og mjög fróðlegt verður að sjá hvort flokksmenn sjái nauðsyn þess hins arna.
Þau réttlætismál sem flokkurinn stendur fyrir, eru enn óunnin í íslensku samfélagi svo sem breytingar á fiskveiðistjórninni í þágu þjóðarinnar allrar.
Þar hefur Frjálslyndi flokkurinn sérstöðu á sviði stjórnmálanna.
Þeir erfiðleikar sem minn flokkur hefur átt við að etja er það atriði að byggja upp nógu öflugt innra starf þar sem mál öll eru rædd til hlýtar hvar sem er hvenær sem er, nógu oft og nógu mikið um hvert og eitt einasta mál sem menn kann að greina á um. Þannig er komið í veg fyrir deilur og erjur innbyrðis, þar sem ólík sjónarmið leita niðurstöðu, hvers eðlis sem er.
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum, hefur lagt sitt lóð á vogarskálar í þessu efni og fundað og fundað um hin ýmsu samfélagsmál frá síðustu kosningum, og sjálf fékk ég einn fund með þingmönnum öllum fjórum sem voru í Hafnarfirði, sem var vel sóttur, fyrir mitt eigið frumkvæði.
Sjálf sit ég ekki landsþing í Stykkishólmi að þessu sinni og verð ekki á framboðslista fyrir þessar, kosningar eins og áður hafði verið tilkynnt um, en veit að flokkurinn stendur ekki og fellur með því hvort ég sé þar eða hér.
Málefnin þarf að vinna og til þeirra verka þarf öflugt og duglegt fólk sem vill vinna að hagsmunum heildarinnar.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sum mál F listans eru mér hjartnæm og ég tel góð, en hvers vegna hefur flokurinn fengið þennan rasista-stimpil? Er þessi stimpill ekki ósanngjarn og málið að spyrna móti honum? Eru einhverjar óskrifaðar ástæður fyrir því að hann er settur á flokkinn? Ég meina, eru einhver öfl sem stuðla að þessu sér til framdráttar?
Bara smá pæling.
xx
Ólafur Þórðarson, 14.3.2009 kl. 02:05
Stór hluti af þeim stimplunum sem við höfum fengið um rasisma er af hálfu andstæðinga sem vilja flokkinn út úr kortinu í íslenskum stjórnmálum.
Hins vegar er umræða um málefni innflytjenda afar vandmeðfarin og allsendis ekki sama hvernig um málin er rætt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.3.2009 kl. 02:14
Skil. Getur þetta tengst baráttu ykkar vegna kvótakerfisins?
Ólafur Þórðarson, 14.3.2009 kl. 02:21
Það gæti hugsanlega verið, og ef til vill vegna þess að hinir flokkarnir hafa ekki skapað sér sérstaka stöðu í því máli.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.3.2009 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.