Um daginn og veginn.

Stundum koma þeir tímar að maður verður svo undrandi á einhverju að manni er orðfátt.

Annaðhvort eru það fréttir eða eitthvað sem verður á vegi manns. 

Við mennirnir höfum á stundum einstaka hæfileika til þess að flækja einföldustu smáatriði sem á veginum verða, þar sem mýflugur verða að úlföldum og öfugt.

Fór í búð í gær og splæsti á mig 100 króna páskaeggi, með málshætti, og hvað sagði málshátturinn, jú " Nær ein alda rís, þá er önnur vís " og ég hugsaði með mér Obb bobb bobb, hvaða brimskaflar eru fyrir dyrum ?

Sagði svo við sjálfa mig Guðrún María , þetta er málsháttur í páskaeggi.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta boðar bara eitt, þú verður að gæta þín á náhirðinni.En þú munt hafa sigur.

Sigurgeir Jónsson, 12.3.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband