Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum atvinnuveganna.

Gömlu flokkarnir á Alþingi sem telja til stjórnvalda hafa allir róið á sömu mið stefnuleysis í málefnum atvinnuveganna, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, landbúnað eða iðnað.

Ekkert hefur gengið að endurskoða skipulag mála áratugum saman þótt hið sama skipulag væri síst að þjóna hagsmunum einnar þjóðar til lengri eða skemmri tíma.

Frelsi til atvinnu sem og nýlíðun hefur verið af dagskrá í þessari aðferðafræði stærðarhagkvæmni sem líkja má við Rússneskan verksmiðjubúskap, fremur en hægt væri að kenna við frjálshyggju.

Hámark endaleysunnar var það atriði að heimila veðsetningu óveidds fiskjar úr sjó í fjármálafyrirtækjum sem eðli máls samkvæmt uppskáru í samræmi við sáningu í því efni.

Gallinn var bara sá að þjóðin hafði verið gerð að þáttakendum í þessum Matadorleik ævintýramennskunnar hinnar óendanlegu, þar sem byggt var og byggt á höfuðborgarsvæði en auð og tóm nýbyggð hús stóðu og standa enn verðlaus um land allt.

Það virtist alveg gleymast að færri smærri einingar samhliða stórum kunna að skila sköttum í þjóðarbúið og skapa atvinnu víðar en einungis á litlum skika lands.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband