Um daginn og veginn.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi og svo virðist sem við Íslendingar lærum lítið af mistökum fyrri ára ef marka má enn frekari fréttir af sjálfumglöðum sjálfsskömmturum, sem komu sér fyrir í fjármálaumhverfinu til þess að lána sjálfum sér peninga.

Siðgæðishnignun eins samfélags verður æ sýnilegri eftir að laufin falla hvert af öðru af peningatrjánum í peningafrumskóginum íslenska.

Frumskógi undir þeim formerkjum að hér væri um að ræða frelsi einkavæðingar og útrásar sem engan enda tæki og landsmönnum var talin trú um að tækifærin dyttu af himnum ofan, þeim í fang, sem fjárfestu nógu mikið.

Auðvitað sitja allir með fæturna ofan í vatninu líkt og Bakkabræður  forðum daga og engin veit hver á hvað fyrr en prikið smellur á löppum.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband