Fjármunir skattgreiðenda og grunnþjónusta samfélagsins.
Föstudagur, 6. mars 2009
Góð grunnþjónusta við heilbrigði allra landsmanna er ekki aðeins forvörn heldur einnig góð nýting fjármuna skattgreiðenda, þar sem fé er varið til þess að allir eigi aðgengi að ódýrustu tegund þjónustu, án þess að kostnaður hamli, eða biðtími.
Það hefur ekki tekist sem skyldi á undanförnum áratugum hér á landi að viðhafa nægilegt magn þessarar þjónustu á fjölmennustu svæðum landsins, því miður.
Á sama tíma hefur hluti landsmanna átt greitt aðgengi í sérfræðiþjónustu sem hið opinbera hefur tekið þátt í að niðurgreiða.
Þar er ekki aðeins um að ræða mismunun landsmanna hvað varðar aðgengi heldur einnig misvitra nýtingu á almannafé.
Einn ráðherra heilbrigðismála fyrri tíma Sighvatur Björgvinsson reyndi að taka í notkun tilvísanakerfi heimilislækna en fékk yfir sig deilur og erjur þar sem stjórnvöld þess tíma hörfuðu undan frá hugmyndum um breytingar eins fáránlegt og það nú er.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur virtust í stjórnartíð sinni, taka þann kost að innleiða allls konar kostnaðargjöld í heilbrigðisþjónustu í heild til þess að þurfa ekki að breyta miklu en aftur flokkaði að vissu leyti aðgengi fólks í hina ýmsu þjónustu óhjákvæmilega.
Íslendingum mátti það ljóst vera fyrir áratugum að verja þyrfti meiri fjármunum í grunnþjónustu við heilbrigði ásamt því að breyta skipulagi mála.
En það var ekki gert og því stendur þjóðin nú frammi fyrir harkalegri niðurskurði á tímum niðursveiflu en ella hefði þurft að vera.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.