Það telst til tíðinda að stjórnvöld svari spurningum um skuldir útgerðarinnar.

Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur margsinnis spurt spurninga um skuldastöðu útgerðarinnar í landinu frá því hann settist á Alþingi en illa gengið að fá svör við þeim hinum sömu spurningum.

Raunin er nefnilega sú að skuldir útgerðarinnar vöru allt of miklar áður en fjármálahrunið kom til sögu síðastliðið haust, en menn vildu sem minnst um það ræða, hvernig eitt kerfi hefur þróast með því að veðsetja kvóta og ofskuldsetja fyrirtæki í greininni.

Það kemur fram í svari núverandi ráðherra sjávarútvegsmála að staðan er alvarleg og ætti að segja sína sögu um nauðsyn þess að taka málin til gagngerrar skoðunar, varðandi það atriði hvernig slík staða hefur getað komið til sögu.

Þar þarf að velta um öllum steinum, svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alvarleg staða sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

þetta lag sem ég vil benda þér á að skoða og getur kanski framkallað glott, heitir La,la,la,la, Ísaland og er myndband með var skrifað 2006 segir smá sögu og það verður farið í saumana á tilkomu lagsins fljótlega á þessari heimasíðu www.icelandicfury.com veittu þér og þínum gleði með stuttri heimsókn skoðaðu myndbandið, gjarnan kommentera það heila líka ef þú nennir:)

besta kveðja, Pálmar

Sjóveikur, 6.3.2009 kl. 04:10

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Margur útgerðarmaðurinn hefir farið á hausinn.Sumir hafa staðið upp aftur.Aðrir fara á þing.Sumir hafa meira að segja orðið ráðherrar.Útgerð Einars K. Guðfinnssonar fór á hausinn. Líka Grétars Mars.Ég eikna með að mín útgerð fari á hausinn þótt ekki sé hún stór.En ég kemst trúlega aldrei á þing eða verð ráðherra.En hér í den var enginn alvöru útgerðarmaður nema hafa farið á hausinn minnst þrisvar.Við skulum minnast þess.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband