Hvers vegna þarf Umboðsmann sjúklinga ?

Raunin er sú að þegar sjúklingar þurfa á leita á náðir kerfisins með umkvartanir þá er staðan sú enn þann dag í dag að Landlæknisembættið hefur það hlutverk með höndum að taka við kærumálum á heilbrigðisþjónustu, og kveða úr um réttmæti þeirra, sem og að sjá til þess að standa skil á gæðum kerfisins, jafnframt.

Þar er um að ræða mjög erfitt hlutverk að þurfa að vera beggja vegna borðs í raun, sem fulltrúi hins góða kerfis og fulltrúi sjúklinga sem hafa oftar en ekki réttmætar umkvartanir yfir annmörkum þess hins sama.

Fulltrúi sjúklinga þarf og verður að standa algjörlega utan kerfisins, því kerfið sjálft þar með talið sá aðili sem lögum samkvæmt skal standa skil á gæðum þess Landlæknisembættið, er hluti af því hinu sama kerfi.

Tilhneiging hvers konar kerfa til þess að verja kerfin sjálf þar sem stétt stendur með stétt, meira og minna, og upplifun sjúklinga af því að leita með umkvartanir, er höfnun.

 Það eitt að óska eftir sjúkraskýrslum hefur oftar en ekki þýtt að kerfið skellir í lás í stað þess að bregðast við með því móti að veita þær hinar sömu upplýsingar eins og eðlilegan og sjálfsagðan hlut sem hver á rétt á lögum samkvæmt.

Allt fram til ársins 2000, voru sjúklíngar algjörlega ótryggðir á einkastofum lækna sem dregið var fram eftir Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskonar á Tryggingastofnun ríkisisins, 1997, eftir gagnrýni Samtakanna Lífsvog.

Ný sjúklingatryggingarlög litu dagsins ljós í kjölfarið af hálfu Alþingis, þar sem læknum á einkastofum varð meðal annars gert að tryggja starfssemi sína , en málsmeðferð og viðbrögð kerfisins gagnvart ferli umkvartana er enn eitthvað sem þarf að færa í farveg réttarbóta fyrir sjúklinga þar sem aðili utan kerfisins svo sem sérstakur Umboðsmaður sjúklinga getur tekið málin fyrir og fylgt eftir við hið opinbera.

Slíkur Umboðsmaður myndi öðlast yfirsýn í hinu umfangsmikla kerfi heilbrigðismála sem nýtast myndi hvoru tveggja sjúklingum og kerfinu sjálfu sem og skattgreiðendum í landinu en hæstu verg þjóðarútgjöld á hverjum tíma fara í kerfi heilbrigðismála.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband