Sjúklingar og kvartanir yfir heilbrigðiskerfinu.

Set hér inn grein frá árinu 2000, sem birtist í Mbl, frá sjónarhóli Samtakanna Lífsvog.

"

 

Sjúklingar og kvartanir þeirra

Guðrún María  Óskarsdóttir
Guðrún María Óskarsdóttir
[ Smelltu til að sjá stærri mynd ]
Sjúklingatrygging, segja Guðrún María Óskarsdóttir og Jórunn Anna Sigurðardóttir, er nú loks til staðar.

 

TIL samtakanna Lífsvogar berast reglulega fyrirspurnir þess efnis hvort mikið hafi verið kvartað yfir þeim lækni er sjúklingar hyggjast leita til. Við tjáum sjúklingum kurteislega að því miður getum við ekki veitt upplýsingar um kvartanir vegna einstakra starfsmanna, til þess höfum við ekki leyfi. Við getum einungis vísað á þær upplýsingar sem við höfum nú þegar birt og er á okkar færi að birta, s.s. fjölda kvartana innan sérfræðigreina lækninga sem og fjölda þeirra vegna sömu lækna. Það er síðan landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið sem hefur yfir að ráða upplýsingum um hvort kvörtun hefur í för með sér athugasemd eða áminningu til handa viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni, hve margar kvartanir eru innan einstakra sérfræðigreina, sem og hvort leyfissvipting eða brottvikning úr starfi kunni að hafa átt sér stað í kjölfar vegna uppsafnaðra áminninga.

 

Mistök?

Ef til vill kann svo að vera að um óhappatilvik kunni að hafa verið að ræða varðandi kvörtun, en afskaplega mikilvægt er einmitt að flokka í sundur fjölda óhappatilvika og kvartana er hafa í för með sér alvarlega áminningu þar sem um er að ræða einhverja vankanta í hinni faglegu meðferð er fram skal fara.

Okkur er kunnugt um að bæta átti skráningarkerfi á sjúkrahúsum hvað varðar hvers konar mistök/óhappatilvik, er eiga sér stað þar, en hvort sama á við um einkastofur lækna er ekki ljóst. Það er hins vegar ljóst að umfang starfsemi hins opinbera í þjónustu við heilbrigði landsmanna frá brjóstastækkunum til hjartaaðgerða, og kynskiptaaðgerðum til kvilla í maga, er eðli máls samkvæmt undirorpið viðhorfi sjúklingsins á þeirri meðferð sem hann fær. Í auknum mæli og réttu samhengi við upplýsingastreymi um sjúkdóma og meðhöndlun þeirra koma fram kvartanir, þar sem sjúklingar telja sig ekki hafa fengið þá bestu þjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Læknamistök eiga sér stað eins og mistök annars staðar hjá vinnandi mönnum. Sjúklingatrygging er nú loks til staðar í okkar umfangsmikla heilbrigðiskerfi og er það vel, en eigi að síður vantar enn sárlega tölulegar upplýsingar af hálfu opinberrra aðila, sem eru aðgengilegar almenningi, varðandi fjölda skráðra kvartana hjá hinu opinbera, flokkun þeirra og meðferð hvað varðar áminningarferli fjölda óhappatilvika og fjölda leyfissviptinga til handa heilbrigðistarfsmönnum ár hvert. Sjúklingar, sem eru einnig skattgreiðendur er reka heilbrigðiskerfið, eiga rétt á þessum upplýsingum í nútíma samfélagi.

 

Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvog.

"

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband