Hvað eigum við að horfa oft á Jón Baldvin á silfurfati Egils ?

Einu sinni enn fengu áhorfendur Ríkissjónvarpsins að sjá fyrrum sendiherrann ræða um sinn Evrópusambandsáhuga, í þætti Egils Helgasonar.

Ekki í fyrsta, ekki annað og ekki þriðja skiptið, því sá hinn sami hefur nær reglulega verið á viðmælandaskrá hjá Agli síðan í sumar síðastliðið.

Því til viðbótar var þátturinn uppfylltur af fjölmiðlamönnum til þess að spjalla við, svo sem ekki í fyrsta skiptið og maður veltir því fyrir sér hvort þessi þáttur eigi að vera þjóðmálaumræða og hvar eru þá stjórnmálamennirnir til þáttöku í þeirri hinni sömu umræðu ?

Hefur það gleymst að Alþingi er enn starfandi ?

spyr sá sem ekki veit.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Helt að íslenzkir kjósendur væru að kalla eftir endurnýjun
í íslenzk stjórnmál en ekki endurvinnslu á borð við Jón Baldvin.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það hélt ég líka Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband