Íslenzkur landbúnaður þarf nýliðun.

Nú mun reyna á vilja forystumanna bænda til þess hvort þeir hinir sömu séu tilbúnir til þess að aðlaga sig breyttum tímum og aðstæðum í okkar samfélagi.

Það er ljóst að kostnaður við fjárfestingu í landbúnaði hamlar nýliðun í atvinnugreininni þar sem ofurháherslan hefur verið færri og stærri bú, með ofurtóla og tækjavæðingu allra handa.

Mjólkurkvótinn er svo sem ósköp álíka þorskkvótanum og allar hagkvæmnisforsendur þar að lútandi því miður fyrirfram ofmetnar með stærðarhagkvæmnina eina og sér í farteskinu.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða viðhorf mun endurspegla komandi Búnaðarþing.

kv.Guðrún María.


mbl.is Búnaðarþing sett á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Skelltu þér á þingið og láttu heyra í þér... ég er algjörlega sammála þér..

Vilhjálmur Árnason, 1.3.2009 kl. 03:46

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Vilhjálmur.

Takk fyrir það, sé til hvort ég á heimangengt á þingtíma en ég fylgist með.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.3.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband