Efnahagsmál einnar þjóðar.
Sunnudagur, 1. mars 2009
Það liggur við að það sé að bera í bakkafullann lækinn að ræða efnahagsmálin svo mjög hafa menn fabúlerað um hvað hafi farið úrskeiðis í því efni.
Fáir eru sammála um leiðir út úr vandanum, og nú sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga kann mönnum að hætta til að viðhafa gylliboð og töfralausnir.
Það eitt er ljóst að hluti fólks ræður ekki við þær skuldbindingar sem viðkomandi hafa tekist á hendur af mörgum orsökum til dæmis atvinnumissi, eða þeirra hækkana sem verðbólga hefur valdið, þótt fólk haldi enn atvinnu.
Það er einnig ljóst að einu þjóðfélagi er engin akkur í því að fjöldagjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja sé látið ná fram að ganga, gróði fyrirfinnst ekki af slíku, þegar upp er staðið.
Það MUN þurfa að koma til samstarfs Ráðgjafarstofu heimila, Umboðsmanns neytenda og fjármálastofnanna til þess að greiða úr málum einstaklinga í vanda, með það að markmiði að vinna úr vanda manna í hverju tilviki svo sem mögulegt er.
Afnema þarf verðtryggingu strax hvað varðar hvers konar lánaumsýslu á vegum bankanna sem nú eru í eigu hins opinbera. Þar er um að ræða ákvörðun stjórnvalda sem þarf að taka nú þegar, ekki hvað síst áður en vextir falla í takt við niðursveifluna. Þar með myndast eðlilegra umhverfi í íslensku efnahagslífi til framtíðar litið.
Enn er tími til athafna fyrir sitjandi ríkisstjórn.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.