Frelsi einstaklingsins í íslensku samfélagi, og einkavæðingin.

Hin meinta tilfærsla eins þjóðfélags yfir í einkavæðingu undir formerkjum fyrri stjórnvalda hér á landi var ekkert
annað en ríkisforsjárbúskaparhættir , þar sem kapítalisminn hafði gengið yfir í kommúnisma.

Sökum þess var frelsi einstaklingsins til athafna fótum troðið með stjórnvaldsathöfnum svo sem
í sjávarútvegi sem og einnig í ákveðnum þáttum landbúnaðar hér á landi.

Samkeppni og markaður voru orð á blaði þar sem frumskógarlögmálin ein voru látin ráða ríkjum og
þeir stærstu náðu strax markaðsráðandi stöðu í því hinu dásamlega landamæraleysi sem leyft var.

Einokun varð niðurstaðan og skattgreiðendur máttu borga brúsann, hlekkjaðir á skattagaleiðu skipulagsins
í áraraðir.

Það er því ekki skrýtið að hið séríslenska markaðsamfélag skuli hafa fallið djúpt þegar alheimskreppa á
fjármálamörkuðum skall yfir.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband