Frjálslyndi flokkurinn mun sigla sterkur til kosninga.

Við munum stilla saman strengi í Frjálslynda flokknum fyrir þessar kosningar eins og við höfum gert áður, þrátt fyrir breytingar og brotthvarf félaga úr flokknum.

Það þarf að breyta íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu og gamla fjórflokkakerfið er þess ekki umkomið, því miður, þannig er það bara, og það er fullreynt.

Þau eru sannarlega fjömörg verkefnin sem standa þarf vörð um á tímum umbreytinga sem og þarf að koma til atvinnusköpun er gerir það kleift að nýliðun verði til í hinum gömlu atvinnuvegum sjávarútvegi og landbúnaði.

Ég óska þeim sem farnir eru góðs gengis og þakka kærlega fyrir samstarfið.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Flótti úr flokknum orðum aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðrún það sjá það allir sem vilja,að flokkurinn er dauðadæmdur vegna innbyrðisværinga. 

Landið er í rúst vegna óstjórnar sem Frjálslyndiflokkurinn á enga sök á, samt bætir hann engu fylgi við sig það segir nú meira en mörg orð um tiltrú kjósenda á flokknum, því miður.

Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Elli, bíddu hægur, ég hefi enn sem komið er marga fjöruna sopið í keisaraskeggsklippingum í mínum flokki, það er gömul og ný saga, og gengur yfir, eftir að menn hafa hlaupið úr og í flokka á hinum pólítiska fengitíma.

Eftir stendur barátta fyrir breytingum á mestu stjórnmálalegu mistökum allrar síðustu aldar, sem er brask með óveiddan þorsk á þurru landi svo ekki sé minnst á veðin.

Þar stendur Frjálslyndi flokkurinn áfram vaktina.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.3.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband