Auðvitað þarf að tala kjark í þjóðina um þessar mundir.

Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægara að íslenskir leiðtogar í stjórnmálum tali kjark í þjóðina og sú er þetta ritar hefur margoft gagnrýnt menn fyrir skort á slíku. Það gildir um alla er þar taka þátt óháð flokkslínum.

Hin endalausa umfjöllun fjölmiðla með þáttöku hagfræðinga í hverjum þættinum á fætur öðrum sem hinum einu vitringum þar sem flestir hafa dregið upp dökkar myndir fram og til baka hefur síst verið til þess fallinn að auka við hugmyndabankann um leiðirnar út úr vandanum.

Raunin er sú að stjórnmálamenn hafa hoppað í skotgrafirnar þess efnis að vera á móti öllu sem verið hefur ríkjandi fyrir bankahrunið til vinsældasöfnunar sér til handa og þar dansað með fjölmiðlum á hinum neikvæðu nótum hagfræðiæðisins, og fjölmiðlar síðan aftur endurspeglað stórskotahríð stjórnmálamanna úr skotgröfunum.

Vindur vinsældanna á ekki að blása stjórnmálamönnum fram og til baka frekar en að umfjöllun fjömiðla eigi að fylgja þeim vindi.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband