Færum Ísland af hrávinnslustiginu til fullvinnslu hágæðamatvæla.

Atvinnustefnumótun stjórnvalda í landinu undanfarna áratugi í sjávarútvegi hér á landi hefur kostað þjóðina mikið og það atriði eitt að flytja út óunnin verðmæti í formi fiskjar úr sjó í gámum, hefur hentað þeim örfáu sem setið hafa sem handhafar aflaheimilda hér á landi.

Einungis saltaður fiskur er meira verðmæti heldur óunninn fiskur, það hafa menn vitað gegnum árin og vita enn. Raunin er sú að það hefur engin heil brú verið í því skipulagi að flytja verðmætasköpun ásamt atvinnutækifærum úr landi , með því móti sem hið arfavitlausa kvótakerfi hefur áorkað.

Við eigum alla þá þekkingu hér til staðar til þess að fullvinna hágæða matvæli úr hafinu, og það er engin spurning að ef við viljum að raunveruleg verðmæti sitji eftir í okkar landi þá þarf að þróa atvinnuvegi að því marki.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

100% sammála eins og  oftar...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.2.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband