Loðnar reglur án landamæra og lítið eftirlit, skrifast á ábyrgð Evrópusambandsins.

Það er ekki nóg að setja lög á lög ofan ef engin er eftirfylgnin, og sama á við hvers konar reglugerðarflóð sem menn vaða ef til vill í axlir við að reyna að skilgreina.

Því miður er hér um að ræða einkenni vestrænna samfélaga þar sem forsjárhyggjan hefur tröllriðið húsum undir formerkjum " frelsis án landamæra " .

Þegar svo er komið að reglugerðarfarganið er svo mikið að það sérfræðinga þarf til þess að komast í gegn um það þá er tími til kominn að hægja á ferð, því slikt getur aldrei eðli máls samkvæmt þjónað nema þeim tilgangi einum að viðhalda skriffinsku og yfirstjórnunarkostnaði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Undirbúa nýtt regluverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband