Samvinna um uppbyggingu eins þjóðfélags, er nauðsyn.

Tími einstaklingshyggjunnar er liðinn og tími samvinnu runninn upp þar sem það atriði að vinna að þjóðarhag skyldi sem ofinn þráður gegnum um hvers konar mótun í stjórnmálastefnu einstakra flokka sem bjóða fram til þings þessu sinni.

Við þurfum ekki baráttu um völd , þar sem skeggklippingar eru aðalatriði, né heldur skotgrafir þeirra sem sitja við valdatauma, við þurfum vilja til samvinnu um uppbyggingu þar sem hægt er að greina mikilvægi aðalatriða frá aukaatriðum.

Þingkosningar eru ekki frjálsíþróttamót þar sem sá sem galar hæst kemur fyrstur í mark, heldur val á fólki sem kann að vinna úr hinum ýmsu stéttum vors þjóðfélags.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Ég hef aldrei verið meira sammála. Það er ekki flóknara.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband