Vantar í tilkynninguna hverjir eiga þennan banka og stjórna honum.

Hverjir eiga MP banka og hverjir eru stjórnendur ?

Það vantar alveg meðferðis í þessa tilkynningu að mínu viti.

Jafnframt væri ekki úr vegi að fá að vita í hverju helstu viðfangsefni væru fólgin, varðandi fjáumsýsluverkefni, þ.e hvers eðlis aðallega ?

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Hagnaður MP banka 860 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórn MP Banka hf.

Stjórn

Margeir Pétursson, stjórnarformaður

Sigfús Ingimundarson, varaformaður

Birkir Baldvinsson

Hallgrímur G. Jónsson

Sigurður Gísli Pálmason


Varastjórn

Ásgeir Þór Árnason

Jón Pálmason

Kristinn Zimsen

Sigurður R. Helgason

Örn Andrésson

siggi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 07:15

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að fara á www.mpbanki.is þar má finna eftirfarandi. En auk þess held ég að hann sé komin með réttindi sem viðskiptabanki.

2008

Vygandas Jūras var ráðinn útibússtjóri útibús MP Fjárfestingarbanka í Litháen. Útibúið flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði í Vilniaus vartai hverfinu í Vilníus.

Fjármálaeftirlitið veitti MP Fjárfestingarbanka hf. viðskiptabankaleyfi þann 10. október 2008. Á hluthafafundi 14. nóvember 2008 var samþykkt að breyta nafni bankans í MP Banki hf. MP Banki samdi í kjölfar leyfisveitingarinnar um aðgang að kerfum Reiknistofu bankanna og fékk úthlutað bankanúmerinu 700. Samhliða gerðist bankinn aðili að stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Fjölgreiðslumiðlunar.

Undir lok ársins var veitt MP Banka veitt leyfi Fjármálaráðuneytis til að reksturs séreignarsparnaðar. Bankinn býður í upphafi tvær ávöxtunarleiðir sem verða í boði frá og með fyrsta ársfjórðungi 2009 fyrir viðskiptavini.

2007

Í janúar 2007 opnaði MP Fjárfestingarbanki útibú í Litháen sem ætlað er að veita fjárfestum fjármálaþjónustu í öllum Eystrasaltsríkjunum. Í upphafi ársins stofnaði MP Fjárfestingarbanki fjárfestingarfélagið Aurora Holding hf. sem mun fjárfesta í Eystrasaltsríkjunum og Mið- og Austur-Evrópu. Í febrúar var komið á fót viðskiptaþjónustu sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna viðskipta með hlutabréf sem skráð eru í kauphöllum Austur-Evrópu. Viðskiptaþjónustan hefur aðsetur í höfuðstöðvum MP Fjárfestingarbanka í Reykjavík. Í lok febrúar fékk bankinn beina aðild að kauphöllunum í Helsinki, Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi. Þar með varð MP Fjárfestingarbanki fyrsti evrópski aðilinn með beina aðild að öllum OMX Nordic Exhchange kauphöllunum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Í október hóf MP Pension Fund Baltic rekstur sinn í Litháen. MP Pension Fund Baltic er dótturfélag MP Fjárfestingarbanka hf. og mun bjóða almenningi í Litháen upp á viðbótarlífeyrissparnað. Um svipað leyti fékk MP Fjárfestingarbanki Rekstrarfélagsleyfi frá FME og stofnaði í kjölfarið MP Sjóði sem mun reka verðbréfa- og fjárfestingarsjóði. Fyrst var farið af stað með peningamarkaðssjóð og verðtryggðan fyrirtækjaskuldabréfasjóð.

2006

Í maí 2006 var Styrmir Þór Bragason ráðinn framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka. Bankinn keypti ásamt öðrum íslenskum fjárfestum 92,5% hlutabréfa í viðskiptabankanum Bank Lviv í Vestur-Úkraínu. Hinn 17. júlí var MP Fjárfestingarbanka veitt aðild að OMX-kauphöllunum í Eystrasaltsríkjunum og með því fékk hann aðgang að viðskiptum í kauphöllunum í Tallinn, Riga og Vilníus. MP Fjárfestingarbanki varð þar með fyrsti íslenski aðilinn með beina aðild að kauphöllum Eystrasaltsríkjanna og sá 12. sem fékk aðild að öllum kauphöllum Eystrasaltsríkjanna.

2005

Bankinn skilaði ársuppgjöri með rúmum milljarði í hagnað. Eigið fé náði 2 milljörðum króna eftir góða byrjun í upphafi ársins. Bankinn var í fyrsta sinn umsjónaraðili með skuldabréfaútboði fyrir sparisjóð þegar hann sölutryggði útboð fyrir Sparisjóð Kópavogs. Um haustið voru lögð drög að starfsemi í fjórum löndum til viðbótar með enn frekari áhættudreifingu að markmiði.

2004

Bankinn varð umsjónaraðili sölutryggðra skuldabréfaútboða fyrir sveitarfélög og var áhrifavaldur í lækkun vaxta til sveitarfélaga. Í maí varð bankinn aðalmiðlari ríkisverðbréfa fyrir Lánasýslu ríkisins og í júní varð bankinn viðskiptavaki með íbúðabréf fyrir Íbúðalánasjóð. Bankinn var umsjónaraðili með sölu á Egilshöllinni, stærsta íþróttamannvirki landsins í einkaeign. Bankinn hafði umsjón með stærsta skuldabréfaútboði fyrirtækis á Íslandi þegar hann sölutryggði og seldi 8 ma. kr. fyrir Meið ehf. Bankinn seldi hluti sína í fjölmörgum hlutafélögum með góðum hagnaði, s.s. Atorku, Og Vodafone, Íslandsbanka og Landsbankanum og sneri sér í auknum mæli að skuldabréfafjárfestingum sem fólu í sér minni áhættu. Í september hóf eignarhaldsfélag á vegum bankans í Vilníus, höfuðborg Litháens, störf í Mið- og Austur-Evrópu með 4 starfsmönnum.

2003

Sigurður Valtýsson var ráðinn framkvæmdastjóri í byrjun árs. Skuldabréfaútboð urðu meginviðfangsefni fyrirtækjasviðs. Útboð fyrir Sæplast og Eimskip brutu blað þegar vextir lækkuðu á skuldabréfamarkaði fyrirtækja. Bankinn sölutryggði og seldi 5 ma. kr. skuldabréfaútboð fyrir Eimskip. Í maí bættist Sparisjóður vélstjóra í hóp hluthafa. Bankinn var ráðgefandi aðili um einkavæðingu Sementsverksmiðju ríkisins fyrir hönd framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hinn 15. október fékkst leyfi fjármálaeftirlitsins til fjárfestingarbankastarfsemi og var nafni bankans breytt í kjölfarið í MP Fjárfestingarbanki hf.

2002

Í ársbyrjun var hlutafé aftur aukið. Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir juku hlut sinn og sömuleiðis Jón Hjartarson. Sigfús Ingimundarson varð varaformaður stjórnar. Þá var bankinn ráðgefandi aðili vegna kaupa á Hf. Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Í lok ársins gerðist bankinn aðili að öflugu fjárfestingarfélagi sem fékk nafnið Atorka.

2001

Hlutafé var aukið og markið sett á að verða fjárfestingarbanki. Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir voru á meðal margra nýrra hlutahafa. Bankinn hóf að veita alþjóðlega einkabankaþjónustu í samstarfi við banka í Sviss. Þáttaskil urðu í íslenska orkugeiranum þegar félagið sá um samruna og hlutafélagavæðingu Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnarfjarðar.

2000

Fyrirtækjasvið var sett á laggirnar. Fyrstu verkefni þess voru hlutafjárútboð, verðmat og ráðgjöf. Auður Finnbogadóttir tók ein við framkvæmdastjórn en Margeir Pétursson varð formaður stjórnar. Hinn 1. september flutti félagið úr Garðastrætinu í nýtt og mun stærra eigið húsnæði í Skipholti 50d í Reykjavík og starfsmönnum fjölgaði í 15.

1999

Margeir Pétursson stofnaði MP Verðbréf hf. ásamt Sverri Kristinssyni og Ágústi Sindra Karlssyni, sem áttu 10% hluti hvor, en Margeir 80%. Stofnhlutafé var 100 milljónir króna. Í upphafi voru starfsmenn fimm og þjónusta fyrirtækisins var bundin við sérhæfða eignastýringu og miðlun verðbréfa án ráðgjafar. Margeir Pétursson var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins ásamt Auði Finnbogadóttur, en fyrsti formaður stjórnar var Ágúst Sindri Karlsson lögmaður. Fyrirtækið var stofnað í tveimur herbergjum í Austurstræti 17, í hjarta borgarinnar, en flutti strax um sumarið í Garðastræti 38, Reykjavík. Þegar á fyrsta ári náði fyrirtækið að skila ágætum hagnaði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.2.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kærar þakkir fyrir þessar annars ágætu upplýsingar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.2.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband