Halelúja.

Það gat nú verið byrja frá grunni í skólakerfinu, líkt og slíkt sé ekki i gangi og hafi verið um áraraðir hér á landi. Raunin er sú að flest er og hefur verið í gangi í skólakerfinu mér best vitanlega, það vantar bara betri vitneskju um það upp í önnur skólastig.

Hin ótrúlega tilhneiging til þess að setja allt á skólakerfið til lærdóms, sem patentlausn allra samfélagsmála, er gagnrýnivert að mínu viti , vegna þess að til dæmis verkalýðsfélög sem og stjórnmálaflokkar geta auðveldlega virkjað lýðræðið mun betur en gert hefur verið. 

Athafnir hinna fullorðnu eru fordæmi fyrir börn. 

Rædd var spurningin: Ef Ísland vildi verða til fyrirmyndar í því að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í „nýju lýðræði", hvaða afgerandi skref gætum við stigið?" Og svarið var afgerandi, eins og
Sigurborg benti á.

 „Jafnvel að byrja þurfi frá grunni, í skólakerfinu; á gagnrýnni hugsun, siðfræði og heimspeki – til þess að við verðum öll hæf til þess að taka þátt í lýðræðinu. "

Skoða þarf hvernig lýðræðisleg félög viðhafa það atriði að virkja fólk til þáttöku, á vinnumarkaði og í vitund um samfélagið í heild.

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is „Allsherjar endurmenntun nauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvernig er það er ekki verið að skera alltstaðar niður í skólakerfinu?

Ekki þar fyrir að ég held að íslendingar hefðu gott að að læra aðeins á hvernig lýðræðið virkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband