Frjálslyndi flokkurinn og baráttan gegn núverandi kvótakerfi sjávarútvegs.
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Kvótakerfi sjávarútvegs og lögleiðing framsalsbrasks í kerfið undir formerkjum hagræðingar í greininni hefur sennilega nú í dag yfirtoppað allan vanda sjávarútvegs fyrr á árum, sem rætt var um að sópað hefði verið undir teppið.
Loftbóluveð í formi óveidds fiskjar úr sjó, varð til í fjármálastofnunum sem segir afar margt um óheilbrigt efnahagslíf einnar þjóðar. Tilheyrandi offjárfestingar og skuldasöfnun fylgdi í kjölfarið þar sem reynt hefur verið að telja mönnum trú um að væri " hagræðing " .
Áhugaleysi gamla fjórflokksins á umbreytingum er tilkomið vegna þess að allir tóku þeir meira og minna þátt í því að samþykkja þetta óréttláta kerfisfyrirkomulag yfir landsmenn á sínum tíma á Alþingi Íslendinga.
Ástæða þáttöku minnar í stjórnmálum með Frjálslynda flokknum var frá upphafi og er enn að hrinda því heimskulega fyrirkomulagi og ógöngum sem stjórnun fiskveiða hefur leitt yfir land og þjóð.
Markaðsþjóðfélag sem byggt var á þeim brauðfótum að veðsetja óveiddan fisk, og búa til hlutabréfamarkað hér á landi með loftbólupeningum með þáttöku lífeyrissjóða landsmanna í upphafi, var ævintýramennska að stærstu gerð.
Meðan sjávarútvegsfyrirtækin voru skattlaus ár eftir ár og afskrifuðu tap á færibandi til þess hins arna, gátu fyrirtækin flutt atvinnu á einni nóttu í formi kvótasölu frá einum stað til annars.
Sjávarþorp og öll uppbygging einstakinga og landsmanna allra varð verðlaus fyrir vikið, fyrirtækin greiddu ekki krónu fyrir tilfærsluna og íbúar og skattgreiðendur sátu uppi með tapið af fyrirkomulaginu.
Síðan þurfti að byggja og byggja þar sem fólk flutti á brott án atvinnu með endurteknum kostnaði skattgreiðenda við uppbyggingu fyrir sömu kynslóð annars staðar á landinu.
Hagræðingin hafði étið sjálfa sig upp og rúmlega það.
Slíkt kerfisfyrirkomulag er ekki hægt að nota og nýta fram á veginn , það gefur augaleið.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:41 | Facebook
Athugasemdir
90 % þjóðarinnar eru sammála þér,og 60 til 70 % þora að segja að þeir vilji afnota og eignaréttinn til baka.Hvernig er hægt að sameina þetta fólk.
Julius kristjansson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.