Ship o Hoj....
Mánudagur, 9. febrúar 2009
" Þú hefðir átt að vera til sjós... " sagði einn eldri maður og samstarfsfélagi í Sláturfélaginu í gamla daga við mig.
Hvers vegna sagði hann þetta , jú það var vegna þess að ég hamaðist svo mikið við að lyfta því sem lyfta þurfti til jafns við karlpeninginn á staðnum.
Síðar uppskar ég bakvandamál fyrir " djöflaganginn " en var þá svo ung og fyrirhyggjulaus hvað það varðar að íhuga þau hin sömu atriði.
Síðar í pólítikinni átti ég eftir að eiga samskipti við sjómannastéttina, og í kosningabaráttunni 2003. held ég hafði fengið flestar mögulegar lýsingar á því hvað þyrfti að gera við skipulag fiskveiða á Íslandsmiðum, sem og hvernig ástandið væri.
Fimm árum áður árið 1998, fór ég í gegnum alla fiskveiðistjórnunarlöggjöfina en þá hafði ég aðeins verið með nefið ofan í lagasetningu í sambandi við réttindi sjúklinga.
Það fyrsta sem mér fannst undarlegt var það að lögin kváðu á um að fiskimiðin væru sameign þjóðarinnar en síðari breytingar heimiluðu framsal og fjárumsýslu, í formi sölu og leigu fiskveiðiheimilda ( öðru nafni kvóta ).
Að þessi ákvæði væri að finna í sama lagabálki fannst mér stangast hvert á annars horn og finnst enn þann dag í dag.
Þá og nú reifaði ég það að slík lagasetning hefði ekki átt að geta farið frá sitjandi stjórnvöldum sem gild ef til staðar hefði verið stjórnlagadómstóll sem færi yfir lagasetingu sem slíka, með tillti til þess að hún gæti staðist.
Aldrei skyldu útgerðarmenn hafa getað selt sig út úr kerfinu en raunin er sú að það vakti litla athygli íslenskra fjölmiðla þegar það átti sér fyrst stað, því miður.
Aldrei hefði það átt að vera mögulegt að flytja atvinnu við fiskveiðar brott af einu landshorni á annað á einni nóttu, eins og raunin var og engar hömlur voru gegn að nokkru leyti.
Þetta eru aðeins tvö atriði af þeim sem aldrei skyldu hafa átt sér stað í ómögulegu kerfi, áfram mætti telja en læt nægja í bili.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.