Opna þarf kvótakerfið eins og stjórnmálaflokka.

Nú þegar þarf að opna kvótakerfið neðan frá og leyfa frjálsar krókaveiðar kringum landið.

Það eitt getur hafið gangsetningu atvinnulífsins um allt land.

Það þarf einnig að opna stjórnmálaflokka og skylda þá hina sömu til þess að viðhafa lýðræði og mannréttindi þar sem allir eiga jafnan aðgang að starfssemi sem greidd er af almannafé.

Ákvörðun míns flokks sem ég hefi nú boðið mig fram til formanns í , þess efnis að flytja landsþing í Stykkishólm, hamlar verulega eða útrýmir nær með öllu, þáttöku fólks er hugsanlega hefði viljað styðja mig til þess hins sama.

Sú er mín skoðun.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek undir þetta með þér, - en vil um leið óska þér til hamingju með það að gera að minnsta kosti tilraun til að ýta við karlaveldinu þarna hjá ykkur, en það er erfitt að hagga þessum körlum enda þungir á velli!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2009 kl. 11:24

2 identicon

Flokkurinn hlýtur að splundrast,ef flokksþingið verðu ekki flutt til byggða.Ert þú ekki örugglega að bjóða þig fram sem manneskja,,ekki bara sem kona ?

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:20

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það að halda flokksþingið í Stykkishólmi er SKANDALL. Tilraun örfárra
manna sem rúnir eru ÖLLU trausti þjóðarinnar til að halda flokknum í
gíslingu. Við því er ekker svar annað en UPPREISN!  Flokkurinn hlýtur
að klofna.

Með báráttukveðju

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.2.2009 kl. 20:44

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður pistill hjá þér Guðrún María. Ég styð framboð þitt og meðal annars þess vegna vil ég halda flokksþingið í Reykjavík.

Sigurður Þórðarson, 8.2.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll.

Takk fyrir baráttukveðjur, og Júlíus, konur eru menn.

Ég hefi ekki verið ánægð með það að það hafi ekki verið hægt að stilla til friðar í flokknum, nú sem næstum frá upphafi.

Við eigum fjöldann allan af hæfileikaríku fólki innan raða Frjálslynda flokksins um allt land sem ég vil ekki sjá hverfa frá flokknum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.2.2009 kl. 00:30

6 Smámynd: Rannveig H

Mínir bestu menn eru konur sagði einn góður og farsæll foringi. Gangi þér allt í haginn.

Rannveig H, 9.2.2009 kl. 00:40

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Rannveig.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.2.2009 kl. 00:45

8 identicon

Sæl Guðrún.

Var þetta ekki bara hvað kostnaðurinn við að hafa þetta í rvk er mikill.
færð ekki nógu góðan sal á undir milljón í dag.

Sem sagt það kostaði um 10% af því sem myndi kosta hér í borg.

auk þess þá finnst mér líka í góðu lagi að koma til móts við landsbyggðina líka, á landsbyggðinn alltaf að þurfa að koma til Rvk? getur rvk ekki komið til landsbyggðarinnar?

Mitt álit er einfaldlega sú að þessi andskotans læti og ófriður í flokknum þegar vissir einstaklingar komu þarna inn.

Hafði fólk áhuga á starfi/málefnum eða frambjóðendum til stjórnar í flokknum þá kemur það á hólminn og kýs, geri það það ekki þá hefur það ekki nógu mikinn áhuga, fólk getur líka sameinast í bíla og komið bara og kosið.

þetta er ekkert erfitt, þið viljið bara gera þetta erfitt fyrir ykkur með neikvæði að leiðarljósi og mér finnst það synd.

en varðandi formannsframboð þitt þá skal ég bara segja þér það að ég útiloka ekki að kjósa þig í það sæti.

það eru ýmsar breytingar sem ég vil sjá, en ég vil ekki tjá mig um þær að svo stöddu.

Arnar B (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband