Frelsi til atvinnu er grunnur mannréttinda, sem íslensk stjórnvöld verða að lagfæra.

Það gefur augaleið að íslensk stjórnvöld geta ekki deginum lengur gengið á skjön við Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, um aðgang manna að veiðum á fiski hér við land.

Í raun ætti það að vera fyrsta verk fjármála,sjávarútvegs,landbúnaðarráðherra, Steingríms J.Sigfússonar að taka á því stóra máli og opna kerfi sjávarútvegs nú þegar neðan frá með frelsi til handfæraveiða til handa íslenskum sjómönnum.

" Guðjón Arnar hefði viljað sjá skýrari stefnu í verkefnaskránni um sjávarútvegsmálin og hvernig menn hugsi sér að liðka fyrir þeim. Einnig hefði hann viljað sjá viðbrögð við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi úthlutun aflaheimilda þannig að aðgangur að kerfinu verði rýmkaður. "

Nú veltur á sýn manna á virðingu fyrir mannréttindum gagnvart þessu atriði , ásamt því að það hið sama að opna kvótakerfið neðan frá myndi einnig skapa atvinnu og gefa mönnum færi á því að sækja sér björg í bú og byggja landið og nýta verðmæti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Geta tekið undir áform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband