Valdataflið á sviði stjórnmálanna.

Hin gamla helmingaskiptaregla flokka við stjórnvölinn varðandi stöður hér og þar er tryggja skyldu völd flokka við stjórnvöl landsins, frá því smæsta upp í það stærsta mun vonandi heyra sögunni til hér á landi.

Það er ágætis tilbreyting fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera í stjórnarandstöðu um tíma svo fremi fyrrum samstarfsflokkur Framsóknarflokkurinn muni sætta sig við málefnasambræðing þann sem vinstri flokkarnir eru að bræða saman í því efni.

Ferlið virðist hins vegar taka meiri tíma en áður hafði verið talið þ.e. að mynda starfhæfa stjórn  í landinu um það bil tvo mánuði til kosninga.

Mín skoðun er sú að þar hefði vilji einn og sér til að stjórna landinu saman átt að nægja, en sú er auðvitað ekki raunin og því lengri tími sem líður getur varla annað verið en menn finni enn fleiri ásteitingarsteina, eða hvað ?

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Ég er ekki alveg að skilja þessa setningu hjá þér.

Mín skoðun er sú að þar hefði vilji einn og sér til að stjórna landinu saman átt að nægja,

Mér finnst lykilatriði að þessir menn viti hvað þeir ætli að gera, ef ekki eiga þeir að hætta að gagnrýna aðra og halda sig til hlés. Allt of mikið af valdagræðgi og stjórnsemi í gangi í stjórnmálum að mínu mati. Hugsjónir eru ágætar en heldur haldlitlar í svona stórsjó eða hvað?  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.1.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Því miður vita menn ekki nákvæmlega verkefnin framundan og slík skammtímastarfsstjórn sem nú er fyrir dyrum fram að kosningum þarf ekki útlistaðan málefnasamning, heldur vilja um samstarf við aðra flokka til að vinna þau verkefni sem þarf að taka á.

Lykilorðið er traust.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.1.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ef þú ert að  meina þjóðstjórn þá er ég sammála því. Búin að tala um það síðan Davíð nefndi það í okt. Þau eru nú ekki búin að gefa það út að það verði kosið strax enda ekki á þeirra færi að ákveða það ennþá. Ég hef illan bifur á þessari stjórn því miður. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:26

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Vilji er allt sem þarf til samvinnu Kolla, flóknara er það ekki.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.1.2009 kl. 01:32

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

þá verður þetta ekki mikið einfaldara. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.1.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband