Leikreglur um lýðræði velta á þáttöku almennings í mótun þeirra.

Áhugaleysi fólks um stjórnmál í okkar landi hvað varðar þáttöku í starfi á sviði stjórnmálanna hefur verið of mikið, of lengi, þar sem virðing fyrir störfum manna á stjórnmálasviðinu hefur um of mótast af gagnrýni á teknar ákvarðanir sem meirihlutavilji einnar þjóðar hefur  þó kosið til starfa hverju sinni.

Kosningar eftir kosningar hafa sömu flokkar verið kjörnir til valda, þrátt fyrir óánægju um hin ýmsu samfélagslegu mál og áherslur þ.e. á meðan þjóðin gekk um í markaðshyggjuþokumóðu hins íslenska efnahagsundurs sem fáir rýndu í sem skyldi.

Við sem gagnrýndum þá hina sömu markaðshyggjuþokumóðu og forsendur þess hins arna fengum lítinn hljómgrunn fyrir okkar skoðanir.

Þegar bankarnir fóru á hausinn og sparifé landsmanna flaug út um gluggann sáu allir allt í einu að þeir hinir sömu höfðu gengið um í markaðshyggjuþokumóðu,

en ekki fyrr, því miður.

 

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband