Prófessorinn vissi ekkert um orsök vandans í íslenzku efnahagslífi, kvótakerfi sjávarútvegs.

Það kom berlega í ljós á borgarafundinum hve lélegar upplýsingar hafa borist á erlenda grund af þróun mála hér á landi , þar sem prófessorinn taldi að við Íslendingar værum í góðum málum í sjávarútvegi............. en Eiríkur Stefánsson beindi til hans spurningum á fundinum.

Upphaf vandans í íslensku efnahagslífi er kvótakerfið og hið frálsa framsal og ofþensla í kjölfarið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jón Þór: Áhugaverður fundur með Wade
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Geturðu rökstutt það.

Þorvaldur Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 02:19

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi er ekki SJÁLFBÆRT, flóknari er sá rökstuðningur ekki.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.1.2009 kl. 02:32

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorvaldur Guðmundsson, það er nú ekki flókið að sjá það að sem veiðar MINNKA á hverju ári GETUR EKKI VERIÐ UM SJÁLFBÆRNI AÐ RÆÐA.

Jóhann Elíasson, 15.1.2009 kl. 09:33

4 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ég veit að við erum ekki með fullkomið fiskveiðistjórnunarkerfi en það er ekki rökstuðningur fyrir því að kerfið eitt og sér sé ástæða bankahrunsins og efnahagsvandans. Til að trúa því verð ég að sjá það rakið lið fyrir lið.

Þorvaldur Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorvaldur það hafa margir skrifað um það að Íslenska kvótakerfið sé upphaf bankakreppunnar hér á landi og er þar á meðal Kristinn Pétursson, sem hefur rakið þetta lið fyrir lið og hvet ég þig til að fara inn á síðuna hans og lesa það sem hann skrifar.

Jóhann Elíasson, 15.1.2009 kl. 15:32

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Afar einfalt. Þegar leyft var að veðsetja óveittan fisk (kvóta) opanðist gullæð sem hleypti af stað miklu fjárstreymi til ymissa aðila og kallaði á miklar framkvæmdir og þenslu í þjóðfélaginu. Einkaneysla jókst og fólk varð veruleikafirrt. Verðbólga jókst.  Þetta er auðvitað glópagull þ.e. blekking.  Síðan var sífellt dregið úr leyfilegum afla og við það hækkaði verð bæði á varanlegum kvóta og leigukvóta. Það var til að skapa meira veðrými handa bönkunum sem lánuðu bara meira. Nú er þetta allt fallið og eina sem hægt er að gera er að innleysa kvótan til þjóðarinnar , eins og bankana, auka heimildir, sækja meiri afla til að auka útflutningstekjur. Þannig komumst við í gegnum þetta og getum leiðrétt þetta óréttlæti. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:52

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

100% sammála Kolla, þetta er einfaldasta og besta skýringin sem ég hef séð á dæminu, takk fyrir!

Jóhann Elíasson, 16.1.2009 kl. 00:41

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk sjálfur Jóhann. Gott að fá svona komment frá þer. Ég gef mig ekki út fyrir að vera sérfræðing í sjávarútveginum en er alin upp í umhverfi þar sem allir voru trillukarlar og kerlingar. Síðan upplifði ég þetta á eigin skinni sem útibússtjóri á Nesinu í 7 ár.. Annars á ég ekki að vera að útskýra á síðu GMaríu þar sem hún er miklu sérhæfðari í þessum fræðum. Ég vona að  hún afsaki þetta. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.1.2009 kl. 08:10

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Veðsetningar á aflaheimildum er ekki nema brot af þeim veðsetningum fyrirtækja á óefnsilegum eignum sem nú hvíla á þjóðinni í formi veðsetningar á hlutabréfum, viðskiptavild og fl.,svoleiðis að málflutningur þinn sem fyrrverandi bankastarfsmanns veldur vonbrigðum Kolla veldur vonbrigðum Kolbrún.Frjálslyndi flokkurinn verður að fara af vegi þjóðnýtingar og gjaldþrotastefnu landbyggðar ef hann á ekki að þurkast út í næstu kosningum eins og flest bendir til og er það fyrst og fremst vegna gjalþrotastefnu flokksins og stefnu sem eyðir landsbyggðinni.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 16.1.2009 kl. 16:58

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurgeir og gleðilegt nýtt ár. Það er nú leiðinlegt að valda þér vonbrigðum en við því er lítið að segja. Spurning hvort væntingarnar hafi verið of miklar í upphafi.  Það er rétt hjá þér að nú eru jólin búin og mikið um veðtökur sem eru orðnar vindlausar og voru kannski í upphafi vitlausar í ljósi þess sem gerst hefur. Við vorum hinsvegar að ræða hér ORSÖK vandans og aðgerðir til bóta en ekki stöðuna í dag. Veit einhver hver hún er? Veist þú t.d. hvað við skuldum mikið Íslendingar? Veist þú hvaða hlutafélög og fyrirtæki fara á hausinn núna? Ég er móðguð yfir að þú skulir bera það á mig að vera á móti landsbyggðinni. Ég er einmitt mjög hlynnt henni. Ég hef minni áhyggjur af Frjálslynda flokknum en þú. Bestu kveðjur til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.1.2009 kl. 18:26

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæl Kolla aftur.Sjálfsagt eru heildarskuldir fyrirtækja sem skráð eru hér á landi ekki alveg á hreinu.Samkvæmt síðustu fréttum í Morgunblaðinu eru skuldir sjávarútvegsins á bilinu 360-460 miljarðar.Í haust var talað um að bara Baugur skuldaði 1000 miljarða.Skuldastaða  íslanskra fyrirtækja er til staðar hjá RSK. og Hagstofan er sjálfsagt líka með þær tölur ágiskaðar,og aðstoðarmenn þingmanna eiga að fara létt með að nálgast þær.Frjálslyndiflokkurinn á framtíð fyrir sér ef hann eltir ekki vinstri græna og Samfylkinguna.Af því hef ég áhyggjur. Ég tel að það sé nóg til af ríkisflokkum, einum of mikið, flokkum sem vinna á móti atvinnuuppbyggingu í landinu.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 16.1.2009 kl. 22:29

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já gott svar hjá þér Sigurgeir. Ég tel að Frjálslyndi flokkurinn eigi framtíð fyrir sér og hvað mig varðar þá er ég hægrisinnuð en hef aldrei hyllst frjálshyggjuna. Blandað hagkerfi með afkastahvetjandi kerfum hugnast mér best og það gefur best fyrir heildina, segi ég. Ég hef ekki viljað fylgja VG þó mér hafi staðið til boða það sama og í FF einmitt út af ríkisvæðingu sem þeir aðhyllast, bara svo því sé haldið til haga og Samfylkingin er alltaf lengra og lengra frá mér eftir að ég kynni mér betur fyrir hvað Evrópubandalagið stendur. Varðandi kvótann þá veit ég ekki af hverju útgerðamenn geta ekki bara borgað afnotagjald af honum í stað þess að borga stórfé í vexti og afborgandir af kvótalánum. Margir þeirra eru  nú blankari en áður en  leyft var að framselja kvótann. Ég óttast einmitt að staðir þar sem kannski er eitt útgerðarfyrirtæki, veðsett upp í topp, með minnkandi veiðiheimildir, órekstrarhæft, setji þorpin á landsbyggðinni á hliðina. Vandi landsbyggðarinnar er einhæft atvinnulíf.  Við verðum að byggja þessi þorp og  kaupstaði upp með einhverjum hætti. Við getum minnsta kosti verið sammála um það.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.1.2009 kl. 22:55

13 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll.

Gaman að´sjá skoðanaskipti um málin.

Það er alvarlegt að prófessorar í hagfræði sem vilja láta sig varða íslensk efnahagsmál telji það virkilega að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær.  Því fer nefnilega svo fjarri, fra a-ö.

Braskið átti aldrei að verða hér á landi og innkoma fyrirtækja í sjávarútvegi á hlutabréfamarkað var skammvinn eins og menn muna, því fyrirtækin hurfu þaðan jafnharðan aftur.

Að mínu viti vegna þess að hinir ótalmörgu óvissuþættir sem höfðu áhrif á arðssemi skipulagsins gátu aldrei staðið undir sér og vitað mátti vera í upphafi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.1.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband