Peningar áttu sem sagt, að vaxa á trjánum.

Mjög fróðlegt að sjá þessa frétt ekki hvað síst þegar alþjóðaráð er um að ræða hvað varðar efnahagsmál , þar sem einhliða sýn á endalausa uppsveiflu virtist fyrir hendi.

Samvinna við fjármálastofnanir hefur ef til vill gert það að verkum að þeim hinum sömu hefur verið treyst einhliða.

úr fréttinni.

"

Árlegar skýrslur Alþjóðaefnahagsráðsins eru unnar í samvinnu við ýmis fyrirtæki, þar á meðal Citigroup bankann sem hefur tapað yfir 20 milljörðum dala frá því í október 2007 eftir að hafa veðjað mjög á vöxt bandaríska húsnæðismarkaðarins í fjárfestingum sínum. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar lánað Citigroup um 45 milljarða dala og samþykkt að taka til sín mikið af töpuðum húsnæðislánum og öðrum verðlitlum eignum.

Áhættuskýrsla ráðsins fyrir árið 2007 var einnig unnin í samvinnu við Citigroup. Í henni var ekki minnst einu orði á þá áhættu sem alþjóðlegu fjármálakerfi stafaði af undirmálslánum á bandarískum húsnæðsimarkaði, sem eru ein megin ástæða þeirrar lausafjárþurrðar sem riðið hefur yfir heiminn á undanförnum misserum. "


mbl.is Verðlækkun eigna helsta ógnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband