Ætlum við að láta stjórnmálamenn afhenda lýðræði landsmanna á silfurfati til Brussel ?
Mánudagur, 12. janúar 2009
Það er eitt að hafa yfir eigin málum að segja og annað að henda frá sér sjálfsákvarðanarétti í eiigin málum inn í þjóðabandalög svo sem Esb þar sem útþynnt vald hverrar þjóðar er algjört í eigin málum.
Ég hvet menn til þess að íhuga hverjir það eru sem talað hafa hæst fyrir aðild að því skriffsinku og forsjárhyggjubákni sem Evrópusambandið er hér á landi.
Meira og minna eru það aðilar sem telja hagsmunum sínum best borgið viðskiptalega við opin landamæri í því sambandi, burtséð frá því hvernig ein þjóð í heild hefur af þvi hagsmuni.
Til hvers í ósköpunum ættu Evrópuríki að einangra sig frá öðrum þjóðum heims ?
Með viðskiptahindrunum þar að lútandi ?
Hvaða heil brú er í slíku ef litið er til hinnar sameiginlegu ábyrgðar á heimsvísu ?
Til hvers að kosta málamyndastarfssemi þjóðþinga í hverju landi ef Evrópuráðið í Brussel hafa þá og þegar verið afhent öll völd til þess að segja fyrir um hvort einhver einstakur þjóðfélagsþegn skal stíga til hægri eða vinstri á morgun eða hinn daginn ?
Efnahagsbandalagi sem ekki hefur einu sinni fengið af sér þveginn spillingarstimpil þess efnis að hafa endurskoðað bókhald í lagi, þrátt fyrir margþjóða þáttöku í slíku.
Séum við að mótmæla spillingu innanlands nú þegar þá er það ef til vill svipur hjá sjón þegar komið er að bákninu í Brussel að virðist.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún. Enn og aftur innilega sammála. Það er eins og margir
líti á ESB sem nafla alheimsins. Þó eru ekki nema 27 ríki þar en þess
utan hvorki meir né minna en 165 frjáls og fullvalda ríki. Hvort yrðum
við einangraði innan lokaðs bákns miðstýringar og hafta 27 ríkja,
eða meðal 165 fullvald og frjásra ríkja? Fyrir mér er svarið ljóst eins
og þér og sem betur fer fjölmörgum öðrum Íslendingum.
ÁFRAM FRJÁLST ÍSLAND!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.1.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.