Hvers vegna skýrðir þú ekki frá þessarri skoðun þinni fyrr en nú Bjarni ?

 

 úr frétt mbl.

"

Hann kvaðst telja það hafa verið ranga ákvörðun hjá ríkissjóði að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs í 90 prósent. Það hafi verið röng ákvörðun hjá Kaupþingi að fara af stað með húsnæðislán með þeim hætti sem gert var án þess að tryggja fjármagn til langs tíma auk þess sem það hafi verið röng ákvörðun hjá Glitni að fara á eftir og bæta um betur.  "

Viðtalið við Bjarna Ármannsson var með ólíkindum satt best að segja, og það atriði að segja frá því að skoðun hans sem bankamanns á innkomu bankanna á húsnæðismarkað hafi verið röng ákvörðun stjórnvalda í landinu, er eitthvað sem sá hinn sami hlaut að hafa átt að koma á framfæri þá.

eða hvað ?

kv.gmaria.


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það sem verra er, hann hefur þetta ekki í réttri röð. Íbúðalánasjóður hækkaði lánin EFTIR að bankarnir fóru inn á þann markað.

Þegar búið er að bjóða allt upp í 100% lán með 4,15% vöxtum breytir litlu hvort Íbúðalánasjóður hækki hlutafallið hjá sér. Enda tala tölurnar sínu máli, þ.e. hversu margir "endurfjármögnuðu" og færðu sig yfir í bankana frá Íbúðalánasjóði 2004 og 2005. Þá fór fasteignabólan af stað um leið.

Haraldur Hansson, 6.1.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband