Hví skyldu Íslendingar einir þjóða, greiða gjaldið af ónýtu regluverki Evrópusambandsins ?

Auðvitað er það óásættanlegt að við Íslendingar tökum á okkur skuldbindingar af starfssemi fyrirtækja um víðan völl á hinu evrópska efnahagssvæði, sem heimil voru fyrir þau áföll sem dundu yfir öll Vesturlönd í þessu efni.

Ábyrgð þeirra ríkja sem leyfðu fjármálastarfssemi í sínum löndum skyldi að sjálfsögðu vera jafnmikil og okkar Íslendinga, burtséð frá því hvort þær hinar sömu þjóðir væru saman í efnahagsbandalagi Evrópu.

Ábyrgð sitjandi valdhafa þess efnis að ganga til samninga um slíkt er vægast sagt mikil.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já spurning hvort þessir útrásarkallar eigi að vera með business í nafni Íslands nema ábyrgð landsins komi með. ICE-SAVE er auðvitað íslenskt. Merkið er eki um ísmola í glasi! Foreldrar þurfa að bera ábyrgð á börnum sínum hvort sem þau eru englar eða götustrákar.

Svo held ég að landsmenn myndu væla yfir því að tapa peningum í BRIT-Save ef Bretland ábyrgðist ekki þá seðla! Ekki getur allt verið "aumingja litla Ísland."

Tími til kominn að taka á þessum málum, en hvað veit ég svosem.

Ólafur Þórðarson, 5.1.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband