Skemmdarverk eiga ekki að þurfa að fylgja mótmælum.

Það er sjálfsagður og eðlilegur réttur borgaranna að mótmæla, hverju sem er og það hefi ég sjálf gert á síðasta ári, nánar tiltekið á sjómannadaginn síðasta þar mannréttindabrotum stjórnvalda hérlendis var mótmælt.

Mótmælin í gær þar sem unnin voru skemmdarverk og fólk lemstrað eftir átök er eitthvað sem ég sjálf get ekki mælt bót.

Það er ef til vill ekki skrítið að sá þáttur sé vinsæll þ.e Kryddsíldin á gamlársdag hjá landsmönnum, vegna þess að þar gefst allt of sjaldgæft tilefni þar sem formenn allra stjórnmálaflokka koma saman og skiptast á skoðunum fyrir framan land og þjóð.

Slíkir þættir ættu að vera mánaðarlega á dagskrá að mínu viti , þar sem fulltrúar allra flokka á þingi skiptast á skoðunum í einum þætti.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

100% sammála Guðrún. Þessi skrílslæti eru farin yfir öll velsæmismörk
og ber að taka á þeim í samræmi við það! Allt annað er lögleysa og
vanvirða fyrir lögum og rétti! Við búm enn í réttarríki, eða er ekki svo?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.1.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já því miður geta hlutir snúist í öndverðu sína í einu vetfangi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.1.2009 kl. 02:02

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl, er þér sammála, en fólk er orðið svo þreytt á að ekki sé hlustað á það.  Auðvitað eiga mótmæli að vera án ofbeldis.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 2.1.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband