Andvaraleysiđ í íslenzkum stjórnmálum undanfarna áratugi.
Miđvikudagur, 31. desember 2008
Hvers vegna í ósköpunum getur ţađ hafa gerst ađ landsbyggđin sé svipur hjá sjón í landi sem hefur byggt upp mannvirki til ţjónustu um allt land, hafnarmannvirki, skóla, og heilsugćslu ?
Međ öđrum orđum skattfé landsmanna hefur veriđ nýtt, gegnum tíđ og tíma, til ađ byggja upp mannlíf í landinu öllu ekki hluta ţess, ţar sem atvinna hefur veriđ forsenda ţess hins sama.
Ein lagabreyting frá Alţingi áriđ 1991, sem heimilađi útgerđarmönnum í sjávarútvegi ađ framselja og leigja frá sér aflaheimildir, landshorna á milli án skilyrđa eđa skattöku nokkurs konar á einni nóttu, setti landsbyggđina og atvinnu í uppnám, ásamt ţvi ađ henda á báliđ ţví fé sem ţjóđin hafđi variđ sameiginlega í uppbyggđa ţjónustu hvers konar um allt land.
Gátu menn virkilega ekki séđ fyrir ţađ ástand sem lagabreyting ţessi kynni ađ orsaka ?
Jú ţađ gerđu ţingmenn Borgaraflokksins sáluga sem ţá átti ţingmenn á ţingi og ţeir lögđu fram ađvaranir en á ţá var ekki hlustađ.
Einn ţeirra sem ţar átti í hlut kom til okkar Frjálslyndra á fund um fiskveiđistjórnina fyrir síđustu kosningar og lýsti fyrir okkur hvernig ţingiđ hefđi veriđ varađ viđ ţeirri ţróun mála fyrir landiđ allt sem ţví miđur hefur öll gengiđ eftir á eins ţjóđhagslega óhagkvćman máta og mögulega gat orđiđ.
Atvinnuleysi og eignaupptaka á landsbyggđinni,
sóun skattpeninga sem setttir hafa veriđ í almannaţjónustu ţar gegnum tíđina,
mannvirki standa auđ og tóm, ásmat uppbyggđu íbúđarhúsnćđi.
Flótti landsbyggđarmanna á höfuđborgarsvćđi ţar sem byggja ţarf aftur húsnćđi yfir sömu kynslóđ og áđur hafđi lifađ og starfađ úti á landi, ásamt tilheyrandi endurtekningu allrar ţjónustuuppbyggingar fyrir skattpeninga aftur fyrir sömu kynslóđ, nú á höfuđborgarsvćđi, vegna atvinnustefnunnar í sjávarútvegi. Framsalsbraskheimilda sem leitt var í lög.
Ţađ atriđi ađ ekki skuli hafa fengist enn endurskođun á ţessu hinu sama skipulagi á Alţingi Íslendinga, er ótrúlegt, ţví uppskrift ađ eins mikilli ţjóđhagslegri verđmćtasóun, er varla ađ finna, til lengri og skemmri tíma hér á landi.
Guđrún María Óskarsdóttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:33 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.