Andvaraleysið í íslenzkum stjórnmálum undanfarna áratugi.

Hvers vegna í ósköpunum getur það hafa gerst að landsbyggðin sé svipur hjá sjón í landi sem hefur byggt upp mannvirki til þjónustu um allt land, hafnarmannvirki, skóla, og heilsugæslu ?

Með öðrum orðum skattfé landsmanna hefur verið nýtt, gegnum tíð og tíma, til að byggja upp mannlíf í landinu öllu ekki hluta þess, þar sem atvinna hefur verið forsenda þess hins sama.

Ein lagabreyting frá Alþingi árið 1991, sem heimilaði útgerðarmönnum í sjávarútvegi að framselja og leigja frá sér aflaheimildir, landshorna á milli án skilyrða eða skattöku nokkurs konar á einni nóttu, setti landsbyggðina og atvinnu í uppnám, ásamt þvi að henda á bálið því fé sem þjóðin hafði varið sameiginlega í uppbyggða þjónustu hvers konar um allt land.

Gátu menn virkilega ekki séð fyrir það ástand sem lagabreyting þessi kynni að orsaka ?

Jú það gerðu þingmenn Borgaraflokksins sáluga sem þá átti þingmenn á þingi og þeir lögðu fram aðvaranir en á þá var ekki hlustað.

Einn þeirra sem þar átti í hlut kom til okkar Frjálslyndra á fund um fiskveiðistjórnina fyrir síðustu kosningar og lýsti fyrir okkur hvernig þingið hefði verið varað við þeirri þróun mála fyrir landið allt sem því miður hefur öll gengið eftir á eins þjóðhagslega óhagkvæman máta og mögulega gat orðið.

Atvinnuleysi og eignaupptaka á landsbyggðinni,

sóun skattpeninga sem setttir hafa verið í almannaþjónustu þar gegnum tíðina,

mannvirki standa auð og tóm, ásmat uppbyggðu íbúðarhúsnæði.

Flótti landsbyggðarmanna á höfuðborgarsvæði þar sem byggja þarf aftur húsnæði yfir sömu kynslóð og áður hafði lifað og starfað úti á landi, ásamt tilheyrandi endurtekningu allrar þjónustuuppbyggingar fyrir skattpeninga aftur fyrir sömu kynslóð, nú á höfuðborgarsvæði, vegna atvinnustefnunnar í sjávarútvegi. Framsalsbraskheimilda sem leitt var í lög.

Það atriði að ekki skuli hafa fengist enn endurskoðun á þessu hinu sama skipulagi á Alþingi Íslendinga, er ótrúlegt, því uppskrift að eins mikilli þjóðhagslegri verðmætasóun, er varla að finna, til lengri og skemmri tíma hér á landi.

Guðrún María Óskarsdóttir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband