Gamaldags pólítik sjávarútvegsráðherra.

Það er nokkuð hjákátlegt að lesa pistil Einars Guðfinnssonar um stjórnarandstöðuna, þar sem sá hinn sami virðist telja sig þurfa að henda gamaldags fýlubombum úr húsi ríkisstjórnarinnar í garð stjórnarandstöðuflokkanna.  Ráðherra segir....

"

En þá er þess að geta að stjórnarandstaðan er ráðalaus og leggur ekki fram neina trúverðuga valkosti. Við aðstæður sem þessar reynir á burði stjórnarandstöðunnar. Ekki bara á hvort hún kunni að orða gagnrýni sína, heldur einnig hvort hún hafi einhver spil til að sýna á. "

Hefur ráðherra ekki tekið nógu vel eftir því að Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt til 220 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski ?

Hefur ráðherra ekki skoðað tillögur Frjálslynda flokksins um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun á nýjum grunni ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Frjálslyndiflokkurinn þarf að setja sér skýr markmið og stefnu,jafnt í sjávarútvegsmálum sem öðrum málum.Til þess þarf nýja forystu ,sú sem nú situr er gjörsamlaga stefnulaus.Það er einfaldlega rétt hjá Einari Kristni.Flokkurinn getur ekki einu sinni verið samkvæmur sjálfum sér með tillögur um stjórnun fiskveiða.Meðan einn talar um að leggja af kvótakerfið talar annar um 220.000 tonna kvóta, og sú þriðja tala um að þjóðnýta kvótann og setja hann á uppboð þá græði allir, sérstaklega sjómenn og sjávarbyggðir.Skipta þarf um formann á næsta landsfundi og slá af allt vinstra stefnulaust raus, og fara að fiska í hreinum sjó með nýjum veiðarfærum.kv.

Sigurgeir Jónsson, 30.12.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband