Hugsað upphátt um eitt þjóðfélag.
Miðvikudagur, 24. desember 2008
Við Íslendingar virðumst ætíð þurfa að reka okkur á í þjóðfélaglegum umbreytingum hvers konar.
Af hverju í ósköpunum var ekki tekið, mið af því að þrjú hundruð þúsund manna samfélag er ekki markaður að höfðatölu og skilyrði hvers konar einkavæðingar og markaðsvæðingar því ekki þau hin sömu og þar sem þjóðir telja milljónir manns ?
Samt sem áður skyldi vaðið af stað án þess þó að gaumgæfa forsendur mála og alls konar lagasetning innleidd á hinum ýmsu sviðum, þar sem mörk frelsisins voru afar illa sýnileg ef þá einhver fyrir hendi.
Afhenda örfáum fiskveiðiréttinn, leyfa veðsetingu óveidds fiskjar í fjármálastofnunum, er eitthvað sem er óskiljanlegt fyrirbæri algjörlega að hafi átt sér stað í formi lagasetningar.
Frumskógarlögmál undir formerkjum frelsis er eitthvað sem snýr hlutum á haus að mínu viti og nákvæmlega það sem komið hefur á daginn hér á landi.
Hinn stóri hluti þjóðarinnar sem aldrei hefur fengið greiddar yfir 150 þúsund á mánuði eftir skattöku hins opinbera af launum ellegar tekur bætur almannatryggina hefur ekki orðið var við neitt góðæri í landinu , undanfarna áratugi, því fer svo fjarri.
Það hafa ráðamenn ekki skilið fyrr en bankarnir fóru á hausinn, þá fyrst var hægt að eygja sýn á kröpp kjör fólksins í landinu, ekki fyrr, því miður.
Gjáin milli launa í landinu hefur hrópað á aðgerðir undanfarin ár án aðgerða nokkurs konar af hálfu verkalýðshreyfingar eða sitjandi stjórnvalda sem setið hafa steinsofandi að mestu.
Það heitir andvaraleysi og sofandaháttur og við þurfum ekki að ganga í efnahagsbandalag Evrópu til þess að breyta þar um, það getum við sjálf hér á Íslandi.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.